Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:26 Jón sagði alrangt að það væri stefnan að „hræða fólk frá“ en sagði á sama tíma að fólk kæmi til Íslands vegna þess að það fengi betri mótttökur hér en annars staðar. Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira