Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, Gunnar Axel Axelsson, sveitarstjóri í Vogum og Páll Erland, forstjóri HS Veitna, ætla að ræða nánustu framtíð á Reykjanesskaganum og viðbrögð við þeirri stöðu sem upp er kominn.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, ræðir sama mál með augum stjórnvalda og þær aðgerðir sem hann telur líklegastar á næstunni.
Í lok þáttar mætir svo Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Slitnað hefur upp úr kjarasamningum - hvað þá?
Sprengisandur er á dagskrá milli klukkan 10 og 12. Sjá má þáttinn í spilaranum hér að neðan og heyra á Bylgjunni.