Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 14:19 Orri Hlöðversson hefur sem formaður ÍTF átt sæti í stjórn KSÍ. Hann, eða staðgengill hans, mætti samkvæmt núgildandi lögum vera í launuðu starfi eða sitja í stjórn einhvers af aðildarfélögum KSÍ, einn stjórnarmanna KSÍ. Vísir/Vilhelm Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Íslenskur toppfótbolti er nafnið á hagsmunasamtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum Íslands. Þau eiga einn fulltrúa í stjórn KSÍ og er það jafnframt eini stjórnarmaður KSÍ sem má vera í ólaunuðu starfi eða stöðu hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Stjórn KSÍ leggur til að þessu verði breytt þannig að allir fulltrúar í stjórn KSÍ séu óháðir aðildarfélögum KSÍ. Það er að segja að þeir séu ekki í launuðu starfi, stjórn eða ráði hjá neinu aðildarfélagi. Í rökstuðningi með tillögu stjórnarinnar segir meðal annars að það sé ekki í samræmi við lýðræðislega og góða stjórnarhætti að undanskilja einn aðila í stjórn KSÍ frá hæfisskilyrðum, og að engin sýnileg, gild ástæða sé fyrir því að fulltrúi ÍTF sé undanskilinn. ÍTF vill leyfa öllu stjórnarfólki að tengjast einnig aðildarfélagi ÍTF leggur hins vegar til að lögunum verði breytt þannig að allt stjórnarfólk KSÍ megi samhliða þeirri stjórnarsetu sitja í stjórnum eða vera formaður ráða hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Þeir megi þó áfram ekki vera í launuðu starfi hjá aðildarfélagi. Í rökstuðningi segir stjórn ÍTF að eins og lögin séu núna þá geti það þýtt að reynslumestu aðilarnir séu ekki kjörgengir til að taka þátt í að stjórna knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Afar lítil hætta sé á hagsmunaárekstrum því málefni einstakra félaga séu sjaldnast til umræðu eða afgreiðslu þar. Ársþing KSÍ fer fram 24. febrúar næstkomandi. Kosið verður í nýja stjórn og ljóst er að þrír sækjast eftir sæti formanns sambandsins, þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga stjórnar ÍTF KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti er nafnið á hagsmunasamtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum Íslands. Þau eiga einn fulltrúa í stjórn KSÍ og er það jafnframt eini stjórnarmaður KSÍ sem má vera í ólaunuðu starfi eða stöðu hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Stjórn KSÍ leggur til að þessu verði breytt þannig að allir fulltrúar í stjórn KSÍ séu óháðir aðildarfélögum KSÍ. Það er að segja að þeir séu ekki í launuðu starfi, stjórn eða ráði hjá neinu aðildarfélagi. Í rökstuðningi með tillögu stjórnarinnar segir meðal annars að það sé ekki í samræmi við lýðræðislega og góða stjórnarhætti að undanskilja einn aðila í stjórn KSÍ frá hæfisskilyrðum, og að engin sýnileg, gild ástæða sé fyrir því að fulltrúi ÍTF sé undanskilinn. ÍTF vill leyfa öllu stjórnarfólki að tengjast einnig aðildarfélagi ÍTF leggur hins vegar til að lögunum verði breytt þannig að allt stjórnarfólk KSÍ megi samhliða þeirri stjórnarsetu sitja í stjórnum eða vera formaður ráða hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Þeir megi þó áfram ekki vera í launuðu starfi hjá aðildarfélagi. Í rökstuðningi segir stjórn ÍTF að eins og lögin séu núna þá geti það þýtt að reynslumestu aðilarnir séu ekki kjörgengir til að taka þátt í að stjórna knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Afar lítil hætta sé á hagsmunaárekstrum því málefni einstakra félaga séu sjaldnast til umræðu eða afgreiðslu þar. Ársþing KSÍ fer fram 24. febrúar næstkomandi. Kosið verður í nýja stjórn og ljóst er að þrír sækjast eftir sæti formanns sambandsins, þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga stjórnar ÍTF
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Sjá meira
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40