Tíu bestu liðin (1984-2023): Uppgjör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2024 08:00 FH 2005, Víkingur 2023, ÍA 1993 og Stjarnan 2014 voru öll á lista yfir tíu bestu lið íslenskrar fótboltasögu frá 1984. jóhannes long/hulda margrét/friðþjófur helgason/andri marinó Vísir stóð fyrir vali á bestu liðum í íslenskum karlafótbolta undanfarin fjörutíu ár, eða frá 1984 þegar þriggja stiga reglan var tekin upp. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar. Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira