Eggert Gunnþór á heimleið: „Búa til almennilegt fótboltalið þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Eggert Gunnþór Jónsson fagnar sigri FH-liðsins á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari KFA í sumar, næstum tveimur áratugum frá því að hann lék síðast fyrir austan. Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust. Fjarðabyggð Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust.
Fjarðabyggð Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira