Ekki lengur á Íslandi til að svara fyrir ofbeldi gegn konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 17:11 Karlmaðurinn var dæmdur fyrir brot í Reykjavík árin 2021 og 2022. Hann virðist hafa farið til Póllands fyrir einhverju síðan. Unsplash/Benjamin R. Karlmaður frá Póllandi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og hótunarbrot. Önnur konan er jafngömul manninum en hin tuttugu árum eldri. Maðurinn var ekki viðstaddur meðferð málsins. Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingarblaðinu lögum samkvæmt. Þar kom fram að hann væri pólskur ríkisborgari og talinn staddur einhvers staðar í Póllandi. Þá kom fram að konurnar tvær, brotaþolarnir í málinu, væru sömuleiðis pólskar en upplýsingar um tengsl mannsins við konurnar koma ekki fram í dómnum. Þó var maðurinn ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Hann var ákærður fyrir líkamsárás og hótun með því að hafa í desember árið 2021, að heimili í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, sem er jafngömul manninum, rifið í hár hennar og dregið niður steyptar tröppur, sparkað í hana, slegið nokkrum sinnum í hana og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka og hafa jafnframt hótað henni að taka rakvél og raka af henni hárið og með því vakið hjá henni ótta um heilbrigði og velferð hennar. Brennisteinssýrusmitaðir vettlingar Þá var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í apríl í fyrra, með því að hafa veist með ofbeldi að konunni, rifið í bol hennar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, gripið í báða framhandleggi hennar og klórað hægri framhandlegg hennar með nögl sinni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, á sama stað og stund, gegn annarri konu, sem er tuttugu árum eldri en hin, með því að hafa veist að henni með ofbeldi, gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum. Loks var hann ákærður fyrir hótunarbrot, með því að hafa á sama stað og stund, hótað konunum báðum lífláti og talið niður sekúndurnar uns þær myndu deyja og með því vakið hjá þeim ótta um líf, heilbrigði og velferð þeirra beggja. Var maðurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Pólland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingarblaðinu lögum samkvæmt. Þar kom fram að hann væri pólskur ríkisborgari og talinn staddur einhvers staðar í Póllandi. Þá kom fram að konurnar tvær, brotaþolarnir í málinu, væru sömuleiðis pólskar en upplýsingar um tengsl mannsins við konurnar koma ekki fram í dómnum. Þó var maðurinn ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Hann var ákærður fyrir líkamsárás og hótun með því að hafa í desember árið 2021, að heimili í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, sem er jafngömul manninum, rifið í hár hennar og dregið niður steyptar tröppur, sparkað í hana, slegið nokkrum sinnum í hana og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka og hafa jafnframt hótað henni að taka rakvél og raka af henni hárið og með því vakið hjá henni ótta um heilbrigði og velferð hennar. Brennisteinssýrusmitaðir vettlingar Þá var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í apríl í fyrra, með því að hafa veist með ofbeldi að konunni, rifið í bol hennar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, gripið í báða framhandleggi hennar og klórað hægri framhandlegg hennar með nögl sinni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, á sama stað og stund, gegn annarri konu, sem er tuttugu árum eldri en hin, með því að hafa veist að henni með ofbeldi, gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum. Loks var hann ákærður fyrir hótunarbrot, með því að hafa á sama stað og stund, hótað konunum báðum lífláti og talið niður sekúndurnar uns þær myndu deyja og með því vakið hjá þeim ótta um líf, heilbrigði og velferð þeirra beggja. Var maðurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Pólland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira