Ekki fúll þó FCK hafi fyrst viljað annan Íslending Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 14:00 Rúnar Alex Rúnarsson er mættur til FC Kaupmannahafnar og sjálfsagt staðráðinn í að vinna sig inn í byrjunarlið danska stórveldisins. FCK/Gaston Szerman Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er hugsaður sem varamarkvörður hjá FC Kaupmannahöfn, að minnsta kosti fyrstu mánuðina. FCK reyndi líka að fá annan Íslending á undan honum en Alex lætur það ekki trufla sig. Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar. Danski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar.
Danski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira