Frambjóðandi óskar eftir samskiptaskapara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2024 09:49 Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi. Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi og athafnakona, óskar eftir því að ráða samskiptaskapara fyrir framboð sitt, til sigurvegferðar. Þetta auglýsir Sigríður á tengslanetsvefnum Linkedin. Sigríður segist í samtali við Vísi ekki vera að leita að nýjum samskiptastjóra, um sé að ræða aðra stöðu. Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill sagði starfi sínu lausu sem samskiptastjóri Sigríðar í janúar. Hödd sagði í samtali við Vísi við tilefnið að þær Sigríður hefðu ekki séð verkefnið sömu augum. Sigríður Hrund tilkynnti forsetaframboð sitt þann 12. janúar síðastliðinn í afmælisveislu sinni á Kjarvalsstöðum. Hún sagði við tilefnið tíma kominn á það aftur að forseti yrði titluð „Frú forseti.“ Landsleikurinn hafinn Í auglýsingu sinni á Linkedin segir Sigríður að umsóknarfrestur sé til 10. febrúar næstkomandi. Hún spyr hvort viðkomandi tengi við ýmsa kosti. Nefnir hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá segir hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefnir hún fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þarf viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Sigríður Hrund birti starfsauglýsingu vegna starfsins. Frétt uppfærð kl. 10:39. Fram kom í upprunalegri útgáfu fréttarinnar að Sigríður væri án samskiptastjóra. Það hefur verið leiðrétt. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þetta auglýsir Sigríður á tengslanetsvefnum Linkedin. Sigríður segist í samtali við Vísi ekki vera að leita að nýjum samskiptastjóra, um sé að ræða aðra stöðu. Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill sagði starfi sínu lausu sem samskiptastjóri Sigríðar í janúar. Hödd sagði í samtali við Vísi við tilefnið að þær Sigríður hefðu ekki séð verkefnið sömu augum. Sigríður Hrund tilkynnti forsetaframboð sitt þann 12. janúar síðastliðinn í afmælisveislu sinni á Kjarvalsstöðum. Hún sagði við tilefnið tíma kominn á það aftur að forseti yrði titluð „Frú forseti.“ Landsleikurinn hafinn Í auglýsingu sinni á Linkedin segir Sigríður að umsóknarfrestur sé til 10. febrúar næstkomandi. Hún spyr hvort viðkomandi tengi við ýmsa kosti. Nefnir hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá segir hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefnir hún fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þarf viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Sigríður Hrund birti starfsauglýsingu vegna starfsins. Frétt uppfærð kl. 10:39. Fram kom í upprunalegri útgáfu fréttarinnar að Sigríður væri án samskiptastjóra. Það hefur verið leiðrétt.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42