Ákall um að FIFA og UEFA banni Ísrael að spila við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 08:31 Ísland og Ísrael mættust í síðustu Þjóðadeild en sú keppni skilaði þeim báðum að lokum sæti í umspili um sæti á EM. vísir/Hulda Margrét FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa verið hvött til að banna Ísrael frá allri keppni í fótbolta vegna hörmunganna á Gasa. Slíkt bann hefði mikil áhrif á Ísland. Þessu kallar jórdanski prinsinn Ali bin Hussein eftir í opnu bréfi. Hann er fyrrverandi frambjóðandi til formanns FIFA og nú formaður knattspyrnusambands Jórdaníu og knattspyrnusambands Vestur-Asíu. Í næsta mánuði, 21. mars, eiga Ísrael og Ísland að mætast í afar mikilvægum leik, í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla. Skorar á KSÍ og önnur sambönd Ákveðið hefur verið að leikurinn, sem átti að vera heimaleikur Ísraels, verði spilaður á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi. Þar spilaði Ísrael einnig heimaleiki sína í lok undankeppni EM, í nóvember síðastliðnum, eftir að stríðið braust út. En Ali vill að gengið verði lengra og að Ísrael verði bannað að spila leikinn. Hann skorar á KSÍ og önnur aðildarsambönd FIFA að taka undir málstaðinn. „Við köllum eftir því að FIFA, álfusamböndin og aðilar þeirra gangi til liðs við okkur í baráttunni gegn voðaverkunum,“ segir í opnu bréfi Ali sem The Sun vitnar til. „Í því felst fordæming á því að saklausir borgarar séu drepnir… og að við sameinumst í að einangra ísraelska knattspyrnusambandið frá öllum fótbolta þar til að árásunum lýkur,“ segir þar einnig. Euro 2024 could be plunged into chaos as Fifa and Uefa are urged to kick Israel out of football https://t.co/pv2kTr3FXx https://t.co/pv2kTr3FXx— The Sun Football (@TheSunFootball) February 1, 2024 The Sun getur þess að ekki sé búist við því að FIFA eða UEFA bregðist við með því að banna Ísrael, líkt og gert var við Rússland eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Ísraels mætir sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 14. júní. Liðið sem kemst á mótið verður í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu, og byrjar á leik við Rúmeníu 17. júní. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01 Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Þessu kallar jórdanski prinsinn Ali bin Hussein eftir í opnu bréfi. Hann er fyrrverandi frambjóðandi til formanns FIFA og nú formaður knattspyrnusambands Jórdaníu og knattspyrnusambands Vestur-Asíu. Í næsta mánuði, 21. mars, eiga Ísrael og Ísland að mætast í afar mikilvægum leik, í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla. Skorar á KSÍ og önnur sambönd Ákveðið hefur verið að leikurinn, sem átti að vera heimaleikur Ísraels, verði spilaður á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi. Þar spilaði Ísrael einnig heimaleiki sína í lok undankeppni EM, í nóvember síðastliðnum, eftir að stríðið braust út. En Ali vill að gengið verði lengra og að Ísrael verði bannað að spila leikinn. Hann skorar á KSÍ og önnur aðildarsambönd FIFA að taka undir málstaðinn. „Við köllum eftir því að FIFA, álfusamböndin og aðilar þeirra gangi til liðs við okkur í baráttunni gegn voðaverkunum,“ segir í opnu bréfi Ali sem The Sun vitnar til. „Í því felst fordæming á því að saklausir borgarar séu drepnir… og að við sameinumst í að einangra ísraelska knattspyrnusambandið frá öllum fótbolta þar til að árásunum lýkur,“ segir þar einnig. Euro 2024 could be plunged into chaos as Fifa and Uefa are urged to kick Israel out of football https://t.co/pv2kTr3FXx https://t.co/pv2kTr3FXx— The Sun Football (@TheSunFootball) February 1, 2024 The Sun getur þess að ekki sé búist við því að FIFA eða UEFA bregðist við með því að banna Ísrael, líkt og gert var við Rússland eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Ísraels mætir sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 14. júní. Liðið sem kemst á mótið verður í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu, og byrjar á leik við Rúmeníu 17. júní.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01 Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35
Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00