Gísli Þorgeir valinn sá fjórði besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik á móti verðandi Evrópumeisturum Frakka. Vísir/Vilhelm Handboltasérfræðingarnir Stig Aa. Nygård og Rasmus Boysen völdu fimmtíu bestu handboltamenn heims í gær eins og þeir gera árlega og Ísland á tvo leikmenn í þessum nýjasta hópi bestu handboltamanna heims. Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira