Kortrijk var neglt við botninn þegar Freyr tók við en hann hafði gert frábæra hluti með Lyngby í Danmörku. Það var vitað að Freyr þyrfti kraftaverk en byrjun hans með liðið ætti að gefa stuðningsfólki þess, sem og leikmönnum byr undir báða vængi.
Eftir frábæran sigur á Standard Liége þá tók Kortrijk á móti OH Leuven í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði gestanna og lék 70 mínútur. Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Ready #ohleuven #KVKOHL pic.twitter.com/XMRhYGne4w
— OH Leuven (@OHLeuven) January 27, 2024
Lærisveinar Freys því haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn og hver veit nema liðinu takist hið ómögulega.
Sem stendur er Kortrijk á botninum með 14 stig að loknum 22 umferðum. Leuven er sæti ofar með 18 stig líkt og Íslendingalið Eupen sem hefur leikið leik minna.
Liðin í 13. til 16. sæti í Belgíu fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla að því loknu en liðið í þriðja neðsta sæti fer í umspil við lið í B-deildinni um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.