Landsmenn hvattir til að telja fugla í görðum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2024 13:03 Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer fram um helgina þar sem landsmenn eru hvattir til að telja fugla og greina þá í görðum sínum. Tómas Grétar Gunnarsson Landsmenn eru hvattir til að telja fugla í görðum sínum um helgina en Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer einmitt fram í dag og á morgun. Eingöngu á að telja þá fugla, sem eru í garðinum, ekki þá sem fljúga yfir. Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina
Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira