Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2024 20:30 Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar, sem segir það ákvörðun bæjarstjórnar að loka Árbliki fimm vikur í sumar vegna sparnaðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira