Mikill meirihluti vill engan núverandi forsetaframbjóðanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2024 11:11 Sigríður Hrund Pétursdóttir og Arnar Þór Jónsson eru nefnd á nafn af átta og sex prósent svarenda. Mikill meirihluti þjóðarinnar, 77 prósent, vill engan af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta. Þetta eru niðurstöður nýrrar netkönnunar Prósents. Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað 16. til 24. janúar. Í úrtaki voru 1800 einstaklingar og var um að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Svarhlutfall var 51 prósent. Spurt var tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrri spurningin var opin spurning um hvern svarendur vilji að verði næsti forseti Íslands. Síðan spurði Prósent um viðhorf til þeirra einstaklinga sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Stutt milli frambjóðenda Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll boðið sig fram til forseta. Svarendur gátu hakað við frambjóðendur eða valkostinn „Enginn af ofangreindum.“ Prósent 77 prósent einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23 prósent völdu frambjóðendur af lista. Skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk átta prósent svara, Arnar Þór Jónsson sex prósent, Tómas Logi Hallgrímsson fimm prósent, Ástþór Magnússon þrjú prósent og Axel Pétur Axelsson eitt prósent. Flestir vilja Guðna áfram Í svörum við opnu spurningunni um það hverjir svarendur vilja að verði næsti forseti Íslands nafngreindu 44 prósent svarenda einstakling en 56 prósent tóku ekki afstöðu. Níu prósent svarenda nefndu Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands. Fjögur prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þrjú prósent nefndu Höllu Tómasdóttir. Tvö prósent nefndu Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, eitt prósent Jón Gnarr grínista og leikara, Arnar Þór Jónsson var nefndur af eitt prósent svarenda líkt og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona. Auk þeirra voru 89 til viðbótar nefndir á nafn af svarendum Prósents. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson. Prósent Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað 16. til 24. janúar. Í úrtaki voru 1800 einstaklingar og var um að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Svarhlutfall var 51 prósent. Spurt var tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrri spurningin var opin spurning um hvern svarendur vilji að verði næsti forseti Íslands. Síðan spurði Prósent um viðhorf til þeirra einstaklinga sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Stutt milli frambjóðenda Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll boðið sig fram til forseta. Svarendur gátu hakað við frambjóðendur eða valkostinn „Enginn af ofangreindum.“ Prósent 77 prósent einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23 prósent völdu frambjóðendur af lista. Skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk átta prósent svara, Arnar Þór Jónsson sex prósent, Tómas Logi Hallgrímsson fimm prósent, Ástþór Magnússon þrjú prósent og Axel Pétur Axelsson eitt prósent. Flestir vilja Guðna áfram Í svörum við opnu spurningunni um það hverjir svarendur vilja að verði næsti forseti Íslands nafngreindu 44 prósent svarenda einstakling en 56 prósent tóku ekki afstöðu. Níu prósent svarenda nefndu Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands. Fjögur prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þrjú prósent nefndu Höllu Tómasdóttir. Tvö prósent nefndu Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, eitt prósent Jón Gnarr grínista og leikara, Arnar Þór Jónsson var nefndur af eitt prósent svarenda líkt og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona. Auk þeirra voru 89 til viðbótar nefndir á nafn af svarendum Prósents. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson. Prósent
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira