Aðgengilegar og hlutlausar upplýsingar um orkumál á Íslandi: Leiðsögn um gagnasafn Orkustofnunar Björn Arnar Hauksson og Sigurður Ingi Friðleifsson skrifa 25. janúar 2024 08:00 Í ljósi nýlegrar umræðu um skort á yfirsýn yfir orkumál á Íslandi er mikilvægt að vekja athygli á aðgengilegum og hlutlausum upplýsingum á vef Orkustofnunar sem geta veitt innsýn í stöðu og þróun málaflokksins, bæði í sögulegu samhengi og með tilliti til framtíðarhorfa. Opinber tölfræði og upplýsingar frá Orkustofnun veita gagnsæja mynd sem getur reynst mikilvægur grunnur fyrir ákvarðanatöku. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu gögn og tölulegar upplýsingar sem Orkustofnun birtir fyrir raforku, jarðhita, orkuskipti og eldsneyti: Gagnvirkar myndir Frá forsíðu á heimasíðu Orkustofnunar eru fjölmargar gagnvirkar myndir um lykilstærðir í orkumálum aðgengilegar. Flokkarnir sem sýndir eru ná yfir raforku, orkuskipti og eldsneytisnotkun. Myndirnar eru aðgengilegar með því að smella á nánar við hvern flokk á forsíðunni eða á eftirfarandi tengla: Raforkuvinnsla Orkuskipti bifreiðaflotans Eldsneytisnotkun Tölfræði um framleiðslu og notkun raforku og orkuspár má einnig finna á síðunni og ættu áhugasamir að getað glöggvað sig á ýmsum þáttum með því að skoða talnaefni undanfarinna ára. Raforkuspá Raforkuspá Orkustofnunar birtir gögn um framleiðslu og notkun raforku á Íslandi brotið niður eftir helstu notkunarflokkum. Raforkuspá Orkustofnunar veitir tvíþættar upplýsingar: Annars vegar birtir hún raungögn um framleiðslu og notkun raforku frá árinu 1990 til samtímans. Hins vegar fylgja spár um framtíðarnotkun raforku. Þessar spár eru af tveimur gerðum, annars vegar „grunnspá“, sem er opinber spá um væntanlega almenna notkun, ásamt staðfestum áformum stórnotenda og aðgerðum í orkuskiptum; og hins vegar „háspá“, sem er sviðsmynd sem tekur mið af aukinni áherslu á orkuskipti og þróun í iðnaði. Þessar upplýsingar eru uppfærðar og birtar árlega. Hér má nálgast kynningu á nýjustu spá. Töluleg gögn úr nýjustu spá má nálgast undir „Raforkuspá Orkustofnunar 2022-50 talnagögn“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Orkuskiptalíkan Orkuskiptalíkan Orkustofnunar er gagnvirkt tól sem eykur gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um framtíðina sem er í mótun. Líkanið nær til orkuskipta jarðefnaeldsneytis yfir í nýja orkugjafa og hvaða áhrif það hefur á raforkuþörf. Um er að ræða öflugt tól sem hægt er að nýta í að kanna ýmsar sviðsmyndir í orkuskiptum með mismunandi forsendum. Raforkuvísar Mánaðarlegar tölur um raforkumarkað og myndir af þróun milli ára. Nýjustu útgáfu má nálgast á eftirfarandi slóð: Raforkuvísar Forsendur orkuspáa Forsendur orkuspáa, bæði raforkuspár og orkuskiptaspár, eru birtar á heimasíðu Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu forsendanna má nálgast þegar smellt er á „Almennar forsendur orkuspáa 2022“ undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Raforkunotkun Gögnin sem finna má undir heitinu Raforkunotkun veita ítarlegar upplýsingar um hvernig raforka er notuð í mismunandi landshlutum og eftir ýmsum notkunarflokkum, og þau fara dýpra í smáatriði en almenn raforkuspá. Þessi gögn eru uppfærð og birt árlega. Til að skoða nýjustu upplýsingarnar má finna útgáfuna „Raforkunotkun á Íslandi 2020-2022“ undir síðunni „Raforka“ og svo undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla Hægt er að finna upplýsingar um uppsett rafafl og raforkuframleiðslu í virkjunum á Íslandi í samnefndum kafla á heimasíðu Orkustofnunar um hverja virkjun á Íslandi ásamt grunni um virkjanir. Þessi gögn eru uppfærð árlega. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í virkjunum á Íslandi 2022“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi Í kaflanum Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegundum á Íslandi eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir eldsneytistegund. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi 1982-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi Í kaflanum „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi“ eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir notkunarflokkum/geirum. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi 1981-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu Jarðvarmi Í kaflanum Varmi eru birtar rauntölur um sögulega notkun jarðhita á Íslandi skipt eftir vinnslusvæðum, veitusvæðum og notkunarflokkum. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Varmi“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Í kaflanum Jarðvarmaspá er birt ítarleg umfjöllun og greining á stöðu jarðvarma með spá til lengri tíma. Nýjustu útgáfu má nálgast undir síðunni „Jarðvarmaspá“ undir „Útgáfa“ á heimasíðu Orkustofnunar. Borholur Orkustofnun birtir ítarleg gögn og greiningar um allar orku- og nytjavatnsborholur á Íslandi. Borholugögnin eru eitt mest notaða orkugagnasafn Íslands. Gögnin eru mjög mikilvæg við leit að jarðhita eins og dæmin hafa margsýnt. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á síðu borholuskrár og í gegnum kortasjá Orkustofnunar. Kortasjá Orkustofnun birtir margvísleg gögn á kortasjá stofnunarinnar sem er mjög mikið notuð af fagfólki og almenningi. Þyrpingar jarðhita á yfirborði er dæmi um þjóðhagslega mikilvæg gögn í kortasjánni. Lykilgögn eru skráð fyrir hverja þyrpingu jarðhita samkvæmt umfangsmikilli heimildarvinnu með nýrri aðferðarfræði sem mun einnig nýtast fyrir grunnvatn. Frumorkunotkun Í kaflanum Frumorkunotkun eru birtar rauntölur um sögulega notkun orku á Íslandi skipt eftir tegundum frá árinu 2040. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Fleiri gögn og greiningar má finna á vef Orkustofnunar. Sérfræðingar, stjórnmálamenn, fyrirtæki eða almenningur eru hvattir til að nýta sér þessar upplýsingar Orkustofnunar. Ef þörf er á frekari upplýsingum eða sértækri fræðslu um raforkunotkun og orkumál á Íslandi, eru hagaðilar hvattir til að hafa beint samband við Orkustofnun. Með opinni og virkri samvinnu og samtali getum við öll lagt okkar af mörkum til að skilja betur og vinna að orkumálum fyrir framtíðina. Höfundar eru sviðstjóri orkuskipta, loftslagsmála og nýsköpunar og deildarstjóri gagna og greininga hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Bensín og olía Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í ljósi nýlegrar umræðu um skort á yfirsýn yfir orkumál á Íslandi er mikilvægt að vekja athygli á aðgengilegum og hlutlausum upplýsingum á vef Orkustofnunar sem geta veitt innsýn í stöðu og þróun málaflokksins, bæði í sögulegu samhengi og með tilliti til framtíðarhorfa. Opinber tölfræði og upplýsingar frá Orkustofnun veita gagnsæja mynd sem getur reynst mikilvægur grunnur fyrir ákvarðanatöku. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu gögn og tölulegar upplýsingar sem Orkustofnun birtir fyrir raforku, jarðhita, orkuskipti og eldsneyti: Gagnvirkar myndir Frá forsíðu á heimasíðu Orkustofnunar eru fjölmargar gagnvirkar myndir um lykilstærðir í orkumálum aðgengilegar. Flokkarnir sem sýndir eru ná yfir raforku, orkuskipti og eldsneytisnotkun. Myndirnar eru aðgengilegar með því að smella á nánar við hvern flokk á forsíðunni eða á eftirfarandi tengla: Raforkuvinnsla Orkuskipti bifreiðaflotans Eldsneytisnotkun Tölfræði um framleiðslu og notkun raforku og orkuspár má einnig finna á síðunni og ættu áhugasamir að getað glöggvað sig á ýmsum þáttum með því að skoða talnaefni undanfarinna ára. Raforkuspá Raforkuspá Orkustofnunar birtir gögn um framleiðslu og notkun raforku á Íslandi brotið niður eftir helstu notkunarflokkum. Raforkuspá Orkustofnunar veitir tvíþættar upplýsingar: Annars vegar birtir hún raungögn um framleiðslu og notkun raforku frá árinu 1990 til samtímans. Hins vegar fylgja spár um framtíðarnotkun raforku. Þessar spár eru af tveimur gerðum, annars vegar „grunnspá“, sem er opinber spá um væntanlega almenna notkun, ásamt staðfestum áformum stórnotenda og aðgerðum í orkuskiptum; og hins vegar „háspá“, sem er sviðsmynd sem tekur mið af aukinni áherslu á orkuskipti og þróun í iðnaði. Þessar upplýsingar eru uppfærðar og birtar árlega. Hér má nálgast kynningu á nýjustu spá. Töluleg gögn úr nýjustu spá má nálgast undir „Raforkuspá Orkustofnunar 2022-50 talnagögn“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Orkuskiptalíkan Orkuskiptalíkan Orkustofnunar er gagnvirkt tól sem eykur gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um framtíðina sem er í mótun. Líkanið nær til orkuskipta jarðefnaeldsneytis yfir í nýja orkugjafa og hvaða áhrif það hefur á raforkuþörf. Um er að ræða öflugt tól sem hægt er að nýta í að kanna ýmsar sviðsmyndir í orkuskiptum með mismunandi forsendum. Raforkuvísar Mánaðarlegar tölur um raforkumarkað og myndir af þróun milli ára. Nýjustu útgáfu má nálgast á eftirfarandi slóð: Raforkuvísar Forsendur orkuspáa Forsendur orkuspáa, bæði raforkuspár og orkuskiptaspár, eru birtar á heimasíðu Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu forsendanna má nálgast þegar smellt er á „Almennar forsendur orkuspáa 2022“ undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Raforkunotkun Gögnin sem finna má undir heitinu Raforkunotkun veita ítarlegar upplýsingar um hvernig raforka er notuð í mismunandi landshlutum og eftir ýmsum notkunarflokkum, og þau fara dýpra í smáatriði en almenn raforkuspá. Þessi gögn eru uppfærð og birt árlega. Til að skoða nýjustu upplýsingarnar má finna útgáfuna „Raforkunotkun á Íslandi 2020-2022“ undir síðunni „Raforka“ og svo undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla Hægt er að finna upplýsingar um uppsett rafafl og raforkuframleiðslu í virkjunum á Íslandi í samnefndum kafla á heimasíðu Orkustofnunar um hverja virkjun á Íslandi ásamt grunni um virkjanir. Þessi gögn eru uppfærð árlega. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í virkjunum á Íslandi 2022“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi Í kaflanum Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegundum á Íslandi eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir eldsneytistegund. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi 1982-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi Í kaflanum „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi“ eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir notkunarflokkum/geirum. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi 1981-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu Jarðvarmi Í kaflanum Varmi eru birtar rauntölur um sögulega notkun jarðhita á Íslandi skipt eftir vinnslusvæðum, veitusvæðum og notkunarflokkum. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Varmi“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Í kaflanum Jarðvarmaspá er birt ítarleg umfjöllun og greining á stöðu jarðvarma með spá til lengri tíma. Nýjustu útgáfu má nálgast undir síðunni „Jarðvarmaspá“ undir „Útgáfa“ á heimasíðu Orkustofnunar. Borholur Orkustofnun birtir ítarleg gögn og greiningar um allar orku- og nytjavatnsborholur á Íslandi. Borholugögnin eru eitt mest notaða orkugagnasafn Íslands. Gögnin eru mjög mikilvæg við leit að jarðhita eins og dæmin hafa margsýnt. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á síðu borholuskrár og í gegnum kortasjá Orkustofnunar. Kortasjá Orkustofnun birtir margvísleg gögn á kortasjá stofnunarinnar sem er mjög mikið notuð af fagfólki og almenningi. Þyrpingar jarðhita á yfirborði er dæmi um þjóðhagslega mikilvæg gögn í kortasjánni. Lykilgögn eru skráð fyrir hverja þyrpingu jarðhita samkvæmt umfangsmikilli heimildarvinnu með nýrri aðferðarfræði sem mun einnig nýtast fyrir grunnvatn. Frumorkunotkun Í kaflanum Frumorkunotkun eru birtar rauntölur um sögulega notkun orku á Íslandi skipt eftir tegundum frá árinu 2040. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Fleiri gögn og greiningar má finna á vef Orkustofnunar. Sérfræðingar, stjórnmálamenn, fyrirtæki eða almenningur eru hvattir til að nýta sér þessar upplýsingar Orkustofnunar. Ef þörf er á frekari upplýsingum eða sértækri fræðslu um raforkunotkun og orkumál á Íslandi, eru hagaðilar hvattir til að hafa beint samband við Orkustofnun. Með opinni og virkri samvinnu og samtali getum við öll lagt okkar af mörkum til að skilja betur og vinna að orkumálum fyrir framtíðina. Höfundar eru sviðstjóri orkuskipta, loftslagsmála og nýsköpunar og deildarstjóri gagna og greininga hjá Orkustofnun.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun