Segir að Bjarki hafi skipt sjálfum sér út af Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 08:00 Bjarki Már Elísson á hliðarlínunni gegn Austurríki. vísir/vilhelm Frammistaða Bjarka Más Elíssonar var til umræðu í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og menn veltu fyrir sér hvort hann hefði skipt sjálfum sér út af í leiknum gegn Austurríki. Bjarki klúðraði öllum fjórum skotunum sínum þegar Ísland vann Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum á EM í gær. Sigurinn dugði Íslendingum ekki til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem var útgefið markmið þeirra fyrir EM. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Bjarka og veltu því upp hvort hornamaðurinn hefði hreinlega skipt sjálfum sér af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Stiven Tobar Valencia. „Ég hef aldrei séð leikmann skipta sjálfum sér út af í landsleik,“ sagði Stefán Árni. Bjarni var ekki á sama máli. „Við vitum það ekki alveg. Kannski var Snorri bara, ok, nú segjum við stopp, komdu vinur minn,“ sagði Bjarni. „Hann leit ekkert á bekkinn. Hann hljóp beint út af. Mögulega hefur Snorri sagt: Ef þú klikkar á næsta færi kemurðu strax út af,“ sagði Stefán Árni en Bjarni tók þá aftur við boltanum. „Ég þekki Bjarka ágætlega því þegar hann var að koma spilaði ég á móti honum í horninu. Hann tekur alltaf bara næsta færi. Honum er drullusama. Ég er pottþéttur á því að hann hljóp ekki út af. Það er mín skoðun en þetta leit þannig út.“ Einar var hins vegar á sama máli og Stefán Árni og taldi Bjarka hafa skipt sjálfum sér af velli. „Hann skýtur á markið, lendir og straujar beint í átt að bekknum,“ sagði Einar en Bjarni gaf sig ekki. „Hann er ekki þannig týpa að gefast upp. Stiven hefur bara verið kominn úr peysunni og Snorri verið með hann kláran.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Bjarki klúðraði öllum fjórum skotunum sínum þegar Ísland vann Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum á EM í gær. Sigurinn dugði Íslendingum ekki til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem var útgefið markmið þeirra fyrir EM. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Bjarka og veltu því upp hvort hornamaðurinn hefði hreinlega skipt sjálfum sér af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Stiven Tobar Valencia. „Ég hef aldrei séð leikmann skipta sjálfum sér út af í landsleik,“ sagði Stefán Árni. Bjarni var ekki á sama máli. „Við vitum það ekki alveg. Kannski var Snorri bara, ok, nú segjum við stopp, komdu vinur minn,“ sagði Bjarni. „Hann leit ekkert á bekkinn. Hann hljóp beint út af. Mögulega hefur Snorri sagt: Ef þú klikkar á næsta færi kemurðu strax út af,“ sagði Stefán Árni en Bjarni tók þá aftur við boltanum. „Ég þekki Bjarka ágætlega því þegar hann var að koma spilaði ég á móti honum í horninu. Hann tekur alltaf bara næsta færi. Honum er drullusama. Ég er pottþéttur á því að hann hljóp ekki út af. Það er mín skoðun en þetta leit þannig út.“ Einar var hins vegar á sama máli og Stefán Árni og taldi Bjarka hafa skipt sjálfum sér af velli. „Hann skýtur á markið, lendir og straujar beint í átt að bekknum,“ sagði Einar en Bjarni gaf sig ekki. „Hann er ekki þannig týpa að gefast upp. Stiven hefur bara verið kominn úr peysunni og Snorri verið með hann kláran.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira