„Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Ómar Ingi Magnússon skýtur að marki Austurríkismanna í leik dagsins. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. Íslenska liðið hefði þurft að vinna með fimm marka mun eða meira til að auka möguleika sína á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana, en liðið kastaði frá sér sex marka forystu sem það hafði í hálfleik. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en liðið þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við náttúrulega bara byrjum ekki seinni hálfleikinn af nógu góðum krafti og vorum bara í veseni fyrstu tíu mínúturnar. Ég veit ekki hvað það var,“ sagði Ómar Ingi í leikslok. „Við vorum bara ekki nógu skarpir fannst mér og eitthvað ragir. Við vorum í góðri stöðu, en náðum ekki að nýta okkur það.“ Hann segir að þrátt fyrir sigurinn séu úrslitin klárlega vonbrigði. „Við ætluðum okkur klárlega að vinna þetta stærra. Og sérstaklega miðað við hvernig staðan var í hálfleik. Mér fannst við vera töluvert betri og við áttum að sýna það í seinni hálfleik og vinna stærra. Það er alveg klárt að við erum klárlega betri en við náðum ekki að sýna það.“ Þá segir hann einnig að mögulega vanti drápseðli í liðið, enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenska liðið er í góðri stöðu í fyrri hálfleik, en gefur svo eftir í þeima seinni. Klippa: Viðtal við Ómar Inga eftir Austurríkisleikinn „Það gæti verið. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er bara svekkjandi því við vorum í góðri stöðu sem við hefðum átt að nýta betur. Kannski fór þetta eitthvað í hausinn á okkur að vera svona yfir, ég veit það ekki. Við þurfum að skoða það.“ Ómar missti af seinasta leik Íslands vegna veikinda og var enn veikur í gær. Hann segir þó að heilsan hafi verið góð í dag og hann hafi verið klár í slaginn. „Ég var alveg klár í slaginn. Ég var ekkert það veikur þannig ég var klár núna.“ Hann segir þó að hans eigin frammistaða hafi valdið honum vonbrigðum. „Ekkert spes. Ég á helling inni og þarf að gera betur, það er alveg klárt. Það eru bara vonbrigði með það að hafa ekki náð að gera þetta almennilega.“ „Ég þarf kannski bara að skoða þetta, en ég komst aldrei í takt við mótið einhvernveginn. Af hverju það er veit ég ekki. Það voru svona skorpur hér og þar en ég var langt frá mínu leveli,“ sagði Ómar að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44 Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38 „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Íslenska liðið hefði þurft að vinna með fimm marka mun eða meira til að auka möguleika sína á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana, en liðið kastaði frá sér sex marka forystu sem það hafði í hálfleik. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en liðið þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við náttúrulega bara byrjum ekki seinni hálfleikinn af nógu góðum krafti og vorum bara í veseni fyrstu tíu mínúturnar. Ég veit ekki hvað það var,“ sagði Ómar Ingi í leikslok. „Við vorum bara ekki nógu skarpir fannst mér og eitthvað ragir. Við vorum í góðri stöðu, en náðum ekki að nýta okkur það.“ Hann segir að þrátt fyrir sigurinn séu úrslitin klárlega vonbrigði. „Við ætluðum okkur klárlega að vinna þetta stærra. Og sérstaklega miðað við hvernig staðan var í hálfleik. Mér fannst við vera töluvert betri og við áttum að sýna það í seinni hálfleik og vinna stærra. Það er alveg klárt að við erum klárlega betri en við náðum ekki að sýna það.“ Þá segir hann einnig að mögulega vanti drápseðli í liðið, enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenska liðið er í góðri stöðu í fyrri hálfleik, en gefur svo eftir í þeima seinni. Klippa: Viðtal við Ómar Inga eftir Austurríkisleikinn „Það gæti verið. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er bara svekkjandi því við vorum í góðri stöðu sem við hefðum átt að nýta betur. Kannski fór þetta eitthvað í hausinn á okkur að vera svona yfir, ég veit það ekki. Við þurfum að skoða það.“ Ómar missti af seinasta leik Íslands vegna veikinda og var enn veikur í gær. Hann segir þó að heilsan hafi verið góð í dag og hann hafi verið klár í slaginn. „Ég var alveg klár í slaginn. Ég var ekkert það veikur þannig ég var klár núna.“ Hann segir þó að hans eigin frammistaða hafi valdið honum vonbrigðum. „Ekkert spes. Ég á helling inni og þarf að gera betur, það er alveg klárt. Það eru bara vonbrigði með það að hafa ekki náð að gera þetta almennilega.“ „Ég þarf kannski bara að skoða þetta, en ég komst aldrei í takt við mótið einhvernveginn. Af hverju það er veit ég ekki. Það voru svona skorpur hér og þar en ég var langt frá mínu leveli,“ sagði Ómar að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44 Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38 „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
„Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44
Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38
„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34
Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15