„Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2024 09:31 Aron Pálmarsson kom með beinum hætti að tíu mörkum gegn Króatíu. vísir/vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Aron skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Króatíu. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti. Með honum á Ísland enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar og Hreiðar Levý Guðmundsson gerðu leikinn gegn Króatíu upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Arons. „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö,“ sagði Einar um fyrirliða íslenska landsliðsins. „Hann stýrði sókninni frá A til Ö. Hann hefði getað verið í hægra horninu; hann var bara að stýra leiknum. Hann opnaði fyrir hina. Þegar það gerðist ekki tók hann sína sénsa. Hann gaf ekki alltaf síðustu sendingu fyrir mark en bjó mikið til og það eina sem næsti maður þurfti að gera var að gefa á fría manninn. Hann var algjör leikbreytir í dag.“ Aron spilaði ekki mikið í leiknum gegn Frakklandi á laugardaginn og var kannski þess vegna ferskur í leiknum gegn Króatíu. „Mér hefur fundist hann spila mjög vel á þessu móti, fyrir utan Frakkaleikinn þar sem hann spilaði lítið en hvort það var bara meðvitað að hvíla hann,“ sagði Einar. Aron og félagar hans í íslenska liðinu mæta því austurríska í síðasta leik sínum á EM í dag. Ísland þarf líklega fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Aron skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Króatíu. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti. Með honum á Ísland enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar og Hreiðar Levý Guðmundsson gerðu leikinn gegn Króatíu upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Arons. „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö,“ sagði Einar um fyrirliða íslenska landsliðsins. „Hann stýrði sókninni frá A til Ö. Hann hefði getað verið í hægra horninu; hann var bara að stýra leiknum. Hann opnaði fyrir hina. Þegar það gerðist ekki tók hann sína sénsa. Hann gaf ekki alltaf síðustu sendingu fyrir mark en bjó mikið til og það eina sem næsti maður þurfti að gera var að gefa á fría manninn. Hann var algjör leikbreytir í dag.“ Aron spilaði ekki mikið í leiknum gegn Frakklandi á laugardaginn og var kannski þess vegna ferskur í leiknum gegn Króatíu. „Mér hefur fundist hann spila mjög vel á þessu móti, fyrir utan Frakkaleikinn þar sem hann spilaði lítið en hvort það var bara meðvitað að hvíla hann,“ sagði Einar. Aron og félagar hans í íslenska liðinu mæta því austurríska í síðasta leik sínum á EM í dag. Ísland þarf líklega fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30