Þjálfararnir í fyrsta sinn ekki báðir íslenskir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 12:01 Ólafur Stefánsson og félagar hans í íslenska landsliðinu komust yfir vonbrigðin að missa frá sér sigur á móti Austurríki á EM 2010 og unnu á endanum bronsverðlaun á mótinu. Getty/Lars Ronbog Slóveninn Ales Pajovic verður í dag fyrsti þjálfarinn til að stýra liði í leikjum Austurríkis og Íslands á Evrópumótinu í handbolta sem er ekki fæddur á Íslandi. Ísland og Austurríki mætast í dag í lokaleik sínum í milliriðli tvö á EM í Þýskalandi og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báðar þjóðir. Þetta er þriðja viðureign Íslands og Austurríkis í úrslitakeppni EM karla í handbolta og sú fyrsta í tíu ár. Hinar viðureignirnar fóru fram á EM 2010 og EM 2014. Ísland gerði 37-37 jafntefli í Linz í Austurríki 21. janúar 2010 en vann 33-27 sigur í Herning í Danmörku 18. janúar 2014. Þjóðirnar mættust líka á HM 2011 í Svíþjóð og þar vann Ísland 26-23 sigur. Þjálfari Austurríkismanna í þeim leik var Svíinn Magnus Andersson. En aftur að viðureignunum á EM. Í þeim báðum voru þjálfarar beggja liða íslenskir. Austurríkismenn fagna stiginu á móti Íslandi eftir að hafa skorað þrjú mörk á síðustu fimmtíu sekúndum leiksins.Getty/Lars Ronbog Get vel skilið gremju landa minna og vina Þegar Ísland mætti Austurríki á Evrópumótinu í Austurríki fyrir fjórtán árum þá var Dagur Sigurðsson þjálfari austurríska liðsins en Guðmundur Guðmundsson með íslenska liðið. Leikurinn var líka mjög eftirminnilegur, mikið skorað og mjög sérstakur endir. Snorri Steinn Guðjónsson kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir, 37-34, þegar 59 sekúndur voru eftir að leiknum og sigurinn var í höfn að mati flestra. Austurríkismönnum tókst hins vegar að skora þrjú mörk á síðustu 50 sekúndum leiksins, eitt þegar 50 sekúndur voru eftir, annað þegar 23 sekúndur voru eftir og það þriðja sjö sekúndum fyrir leikslok. Sigurmarkið kom með skoti frá eigin vallarhelmingi og yfir Hreiðar í markinu sem stóð of framarlega. Lokatölurnar urðu því 37-37. ÓTRÚLEG LOKAMÍNÚTA 59 sekúndur eftir Snorri Steinn skorar 37-34 50 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-35 30 sekúndur eftir Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni. 23 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-36 11 sekúndur eftir Ólafur fær dæmd á sig skref 7 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-37 „Ég get vel skilið gremju landa minna og vina. Það eru núna tveir leikir í röð þar sem þeir missa unninn leik niður í jafntefli,“ sagði Dagur Sigurðsson við Morgunblaðið. „Ég klikkaði. Það var það sem gerðist og því fór sem fór,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið. Guðjón Valur fékk línusendingu þegar hálf mínúta var eftir af leiknum í gær og Ísland tveimur mörkum yfir. Skot hans var hins vegar varið og Austurríkismenn náðu með ótrúlegum lokakafla að jafna metin áður en leiktíminn rennur út. „Ég hafði tækifæri til að klára leikinn en gerði það ekki. Þannig komust þeir aftur inn í leikinn. Ég tek þetta einfaldlega á mig því ég á að gera miklu betur,“ sagði Guðjón Valur. Patrekur Jóhannesson að stýra austurríska landsliðinu í handbolta.EPA-EFE/VALDRIN XHEMA Naut þess ekki að horfa á Ísland spila Þremur árum seinna var Patrekur Jóhannesson orðinn þjálfari austurríska landsliðsins en að þessu sinni hélt íslenska liðið út leikinn og vann þriggja marka sigur, 33-27. Íslenska liðið var reyndar níu mörkum yfir, 31-22, þegar sjö mínútur voru eftir an austurríska liðið náði aðeins að laga stöðuna í lokin. Aron Kristjánsson þjálfari þarna íslenska liðið. „Íslenska liðið spilaði vel og lét okkur líta illa út. Þeir voru mjög einbeittir og ég var búinn að vara mína menn við því. Það er stundum erfiðara að framkvæma þá hluti. Ísland var sterkara,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn. „Ég naut þess ekki að horfa á Ísland spila í dag en ég mun njóta þess það sem eftir lifir mótsins. Ísland er með frábært lið og liðið á eftir að bíta áfram frá sér,“ sagði Patrekur. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Ísland og Austurríki mætast í dag í lokaleik sínum í milliriðli tvö á EM í Þýskalandi og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báðar þjóðir. Þetta er þriðja viðureign Íslands og Austurríkis í úrslitakeppni EM karla í handbolta og sú fyrsta í tíu ár. Hinar viðureignirnar fóru fram á EM 2010 og EM 2014. Ísland gerði 37-37 jafntefli í Linz í Austurríki 21. janúar 2010 en vann 33-27 sigur í Herning í Danmörku 18. janúar 2014. Þjóðirnar mættust líka á HM 2011 í Svíþjóð og þar vann Ísland 26-23 sigur. Þjálfari Austurríkismanna í þeim leik var Svíinn Magnus Andersson. En aftur að viðureignunum á EM. Í þeim báðum voru þjálfarar beggja liða íslenskir. Austurríkismenn fagna stiginu á móti Íslandi eftir að hafa skorað þrjú mörk á síðustu fimmtíu sekúndum leiksins.Getty/Lars Ronbog Get vel skilið gremju landa minna og vina Þegar Ísland mætti Austurríki á Evrópumótinu í Austurríki fyrir fjórtán árum þá var Dagur Sigurðsson þjálfari austurríska liðsins en Guðmundur Guðmundsson með íslenska liðið. Leikurinn var líka mjög eftirminnilegur, mikið skorað og mjög sérstakur endir. Snorri Steinn Guðjónsson kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir, 37-34, þegar 59 sekúndur voru eftir að leiknum og sigurinn var í höfn að mati flestra. Austurríkismönnum tókst hins vegar að skora þrjú mörk á síðustu 50 sekúndum leiksins, eitt þegar 50 sekúndur voru eftir, annað þegar 23 sekúndur voru eftir og það þriðja sjö sekúndum fyrir leikslok. Sigurmarkið kom með skoti frá eigin vallarhelmingi og yfir Hreiðar í markinu sem stóð of framarlega. Lokatölurnar urðu því 37-37. ÓTRÚLEG LOKAMÍNÚTA 59 sekúndur eftir Snorri Steinn skorar 37-34 50 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-35 30 sekúndur eftir Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni. 23 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-36 11 sekúndur eftir Ólafur fær dæmd á sig skref 7 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-37 „Ég get vel skilið gremju landa minna og vina. Það eru núna tveir leikir í röð þar sem þeir missa unninn leik niður í jafntefli,“ sagði Dagur Sigurðsson við Morgunblaðið. „Ég klikkaði. Það var það sem gerðist og því fór sem fór,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið. Guðjón Valur fékk línusendingu þegar hálf mínúta var eftir af leiknum í gær og Ísland tveimur mörkum yfir. Skot hans var hins vegar varið og Austurríkismenn náðu með ótrúlegum lokakafla að jafna metin áður en leiktíminn rennur út. „Ég hafði tækifæri til að klára leikinn en gerði það ekki. Þannig komust þeir aftur inn í leikinn. Ég tek þetta einfaldlega á mig því ég á að gera miklu betur,“ sagði Guðjón Valur. Patrekur Jóhannesson að stýra austurríska landsliðinu í handbolta.EPA-EFE/VALDRIN XHEMA Naut þess ekki að horfa á Ísland spila Þremur árum seinna var Patrekur Jóhannesson orðinn þjálfari austurríska landsliðsins en að þessu sinni hélt íslenska liðið út leikinn og vann þriggja marka sigur, 33-27. Íslenska liðið var reyndar níu mörkum yfir, 31-22, þegar sjö mínútur voru eftir an austurríska liðið náði aðeins að laga stöðuna í lokin. Aron Kristjánsson þjálfari þarna íslenska liðið. „Íslenska liðið spilaði vel og lét okkur líta illa út. Þeir voru mjög einbeittir og ég var búinn að vara mína menn við því. Það er stundum erfiðara að framkvæma þá hluti. Ísland var sterkara,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn. „Ég naut þess ekki að horfa á Ísland spila í dag en ég mun njóta þess það sem eftir lifir mótsins. Ísland er með frábært lið og liðið á eftir að bíta áfram frá sér,“ sagði Patrekur.
ÓTRÚLEG LOKAMÍNÚTA 59 sekúndur eftir Snorri Steinn skorar 37-34 50 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-35 30 sekúndur eftir Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni. 23 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-36 11 sekúndur eftir Ólafur fær dæmd á sig skref 7 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-37
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira