Hve stóran sigur þarf Ísland og hjálpar Holland til í dag? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Strákarnir okkar eru í snúinni stöðu og vita ekki hversu stóran sigur þeir þurfa gegn Austurríki. VÍSIR/VILHELM Úrslitin á EM í gær gefa íslenska karlalandsliðinu í handbolta von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. En þarf liðið núna bara sigur gegn Austurríki, til að komast í undankeppni ÓL, eða þarf fimm marka sigur? Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira