Sextán ára snillingur á Selfossi í andlitsmyndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2024 20:30 Auður Elísabet Þórðardóttir, sem er aðeins 16 ára og málar fallegar andlitsmyndir heima hjá sér og annað, sem hún hefur gaman af því að mála. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sextán ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála andlitsmyndir af fólki því hún hefur náð svo flottum árangri með myndirnar sína. Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira