Skýrsla Henrys: Gömlu kempurnar héldu draumnum á lífi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 19:26 Aron og Bjarki Már fagna sigrinum sæta í dag. vísir/vilhelm Þetta verður ekki mikið íslenskara. Þegar allir, og afi þeirra líka, eru búnir að afskrifa strákana okkar sparka þeir fast frá sér. Sögulegur sigur á Króatíu heldur ÓL-draumnum á lífi. Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira
Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira