„Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:01 Snorri Steinn Guðjónsson fagnar á hliðarlínunni í dag en hann hafði næga ástæðu til að fagna í þessum leik. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var sáttur eftir frábæran sigur á Króötum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti