Hissa yfir viðbrögðum Svandísar og segir þau vonbrigði Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2024 11:43 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa gert ráð fyrir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra myndi bregðast við að meiri auðmýkt. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag. Þetta segir Hildur í samtali við fréttastofu. Svandís greindi frá því í morgun að hún ætli að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta ætli hún að gera þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. „Já, nú liggja fyrir þessi endanlegu viðbrögð ráðherra sem við höfum beðið eftir í einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hissa yfir þessum viðbrögðum,“ segir Hildur. „Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt. En þetta er niðurstaða ráðherra. Hún er mér vonbrigði og ég leyfi mér að segja, fleirum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú setjumst við yfir þessa stöðu. Það er það sem við höfum alltaf sagt og það er það sem liggur fyrir. Það er þingflokksfundur á eftir þar sem við munum ræða þetta,“ segir Hildur. En er ekki nokkuð ljóst að verji þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki ráðherrann falli þá er úti um ríkisstjórnina? „Eigum við að byrja á því að fara yfir þessi viðbrögð ráðherra. Ég tel rétt að gera það. Við erum með þingflokksfund á eftir. Það er svo Grindavíkurumræða klukkan þrjú og það eru líka Grindavíkurmál á dagskrá þingflokksfundarins sem eru þrátt fyrir allt í forgangi. Nú gerum við bara allt í réttri röð. En það er alveg óhætt að segja að viðbrögð ráðherra eru mér vonbrigði.“ Þannig að þú vilt ekkert koma fram með neinar tilgátur um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni allir greiða atkvæði á móti vantraustinu? „Það hefur verið satt og rétt að við höfum ekki úttalað okkur um það fyrr en þessi viðbrögð lágu fyrir. Mér þykir rétt að við förum yfir það áður en við segjum eitthvað frekar. Við skulum bara gera hlutina í réttri röð. Það fer ágætlega á því að reyna að vanda sig,“ segir Hildur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta segir Hildur í samtali við fréttastofu. Svandís greindi frá því í morgun að hún ætli að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta ætli hún að gera þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. „Já, nú liggja fyrir þessi endanlegu viðbrögð ráðherra sem við höfum beðið eftir í einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hissa yfir þessum viðbrögðum,“ segir Hildur. „Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt. En þetta er niðurstaða ráðherra. Hún er mér vonbrigði og ég leyfi mér að segja, fleirum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú setjumst við yfir þessa stöðu. Það er það sem við höfum alltaf sagt og það er það sem liggur fyrir. Það er þingflokksfundur á eftir þar sem við munum ræða þetta,“ segir Hildur. En er ekki nokkuð ljóst að verji þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki ráðherrann falli þá er úti um ríkisstjórnina? „Eigum við að byrja á því að fara yfir þessi viðbrögð ráðherra. Ég tel rétt að gera það. Við erum með þingflokksfund á eftir. Það er svo Grindavíkurumræða klukkan þrjú og það eru líka Grindavíkurmál á dagskrá þingflokksfundarins sem eru þrátt fyrir allt í forgangi. Nú gerum við bara allt í réttri röð. En það er alveg óhætt að segja að viðbrögð ráðherra eru mér vonbrigði.“ Þannig að þú vilt ekkert koma fram með neinar tilgátur um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni allir greiða atkvæði á móti vantraustinu? „Það hefur verið satt og rétt að við höfum ekki úttalað okkur um það fyrr en þessi viðbrögð lágu fyrir. Mér þykir rétt að við förum yfir það áður en við segjum eitthvað frekar. Við skulum bara gera hlutina í réttri röð. Það fer ágætlega á því að reyna að vanda sig,“ segir Hildur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39
Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20
Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent