Versta byrjun þjálfara á stórmótum í hálfa öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 10:41 Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið nein draumabyrjun hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar á stórmóti. Snorri Steinn vann fyrstu fjóra leiki sína sem landsliðsþjálfari en það voru allt æfingarleikir (á móti Færeyjum og Austurríki). Það hefur ekki gengið nærri því eins vel þegar komið er út í leikina sem skipta máli. Eini sigur liðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi var eins marks sigur á Svartfjallalandi en síðustu þrír leikir liðsins hafa allir tapast þar af tveir þeirra stórt. Aðeins þrír aðrir landsliðsþjálfarar hafa tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sem þeir hafa stýrt íslenska liðinu á stórmótum en Snorri er nú sá fyrsti í þeirri stöðu í hálfa öld. Karl G. Benediktsson vann reyndar tvo fyrstu leiki sína sem þjálfari á stórmóti (HM 1964) en tapaði síðan næstu þremur. Hann er því með betri árangur í fyrstu fimm leikjunum en aðeins þrír þeirra komi á HM 1964 því leikur fjögur og fimm, sem töpuðust báðir, komu ekki fyrr en á HM tíu árum síðar. Íslenskur þjálfari tapaði því síðast þremur af fyrstu fimm leikjum sínum á stórmóti árið 1974. Aðeins einn þjálfari hefur tapað fleiri leikjum í fyrstu fimm á stórmótum en það er Hilmar Björnsson en undir hans stjórn tapaði íslenska liðið fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum á HM í Frakklandi 1970. Íslenska liðið er mínus sextán í markatölu í þessum fimm leikjum til þessa á EM en aðeins Hallsteinn Hinriksson (HM 1958 og HM 1961) og Hilmar Björnsson (HM 1970) voru með slakari markatölu í fyrstu fimm leikjum sínum á stórmótum. Snorri Steinn og strákarnir hans ná vonandi að enda þessa taphrinu í leiknum á móti Króatíu í dag. Flest töp í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum 4 - Hilmar Björnsson á HM 1970 3 - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 3 - Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 3 - Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 2 - Viggó Sigurðsson á HM 2005 2 - Alfreð Gíslason á HM 2007 2 - Aron Kristjánsson á HM 2013 2 - Geir Sveinsson á HM 2017 - Versta markatala í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum -20 Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 -18 Hilmar Björnsson á HM 1970 -16 Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 -15 Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 +2 Þorbergur Aðalsteinsson á ÓL 1992 +6 Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984 EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Snorri Steinn vann fyrstu fjóra leiki sína sem landsliðsþjálfari en það voru allt æfingarleikir (á móti Færeyjum og Austurríki). Það hefur ekki gengið nærri því eins vel þegar komið er út í leikina sem skipta máli. Eini sigur liðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi var eins marks sigur á Svartfjallalandi en síðustu þrír leikir liðsins hafa allir tapast þar af tveir þeirra stórt. Aðeins þrír aðrir landsliðsþjálfarar hafa tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sem þeir hafa stýrt íslenska liðinu á stórmótum en Snorri er nú sá fyrsti í þeirri stöðu í hálfa öld. Karl G. Benediktsson vann reyndar tvo fyrstu leiki sína sem þjálfari á stórmóti (HM 1964) en tapaði síðan næstu þremur. Hann er því með betri árangur í fyrstu fimm leikjunum en aðeins þrír þeirra komi á HM 1964 því leikur fjögur og fimm, sem töpuðust báðir, komu ekki fyrr en á HM tíu árum síðar. Íslenskur þjálfari tapaði því síðast þremur af fyrstu fimm leikjum sínum á stórmóti árið 1974. Aðeins einn þjálfari hefur tapað fleiri leikjum í fyrstu fimm á stórmótum en það er Hilmar Björnsson en undir hans stjórn tapaði íslenska liðið fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum á HM í Frakklandi 1970. Íslenska liðið er mínus sextán í markatölu í þessum fimm leikjum til þessa á EM en aðeins Hallsteinn Hinriksson (HM 1958 og HM 1961) og Hilmar Björnsson (HM 1970) voru með slakari markatölu í fyrstu fimm leikjum sínum á stórmótum. Snorri Steinn og strákarnir hans ná vonandi að enda þessa taphrinu í leiknum á móti Króatíu í dag. Flest töp í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum 4 - Hilmar Björnsson á HM 1970 3 - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 3 - Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 3 - Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 2 - Viggó Sigurðsson á HM 2005 2 - Alfreð Gíslason á HM 2007 2 - Aron Kristjánsson á HM 2013 2 - Geir Sveinsson á HM 2017 - Versta markatala í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum -20 Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 -18 Hilmar Björnsson á HM 1970 -16 Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 -15 Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 +2 Þorbergur Aðalsteinsson á ÓL 1992 +6 Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984
Flest töp í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum 4 - Hilmar Björnsson á HM 1970 3 - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 3 - Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 3 - Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 2 - Viggó Sigurðsson á HM 2005 2 - Alfreð Gíslason á HM 2007 2 - Aron Kristjánsson á HM 2013 2 - Geir Sveinsson á HM 2017 - Versta markatala í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum -20 Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 -18 Hilmar Björnsson á HM 1970 -16 Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 -15 Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 +2 Þorbergur Aðalsteinsson á ÓL 1992 +6 Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira