Segir að margar stjörnur séu ósáttar við lífið í Sádi-Arabíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 08:01 Aymeric Laporte er ekki alls kostar ánægður með lífið í Sádi-Arabíu. getty/Yasser Bakhsh Aymeric Laporte, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, segir að margar af þeim fótboltastjörnum sem spila í landinu séu ósáttar við lífið þar. Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira