Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Aron Pálmarsson er staðráðinn í að sækja sigur gegn Króatíu í dag. VÍSIR/VILHELM „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira