McBurnie tryggði Sheffield stig í ótrúlegum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 16:05 Oliver McBurnie reyndist hetja Sheffield United í dag. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Oliver McBurnie tryggði Sheffield United eitt stig með marki af vítapunktinum er liðið tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í ótrúlegum leik í dag. Það voru heimamenn í Sheffield United sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestirnir fengu einnig sín færi og Maxwel Cornet kom West Ham yfir með hnitmiðuðu skoti á 28. mínútu leiksins. Ben Brereton Diaz jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið af miklu harðfylgi á 44. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að dró til tíðinda á ný. Danny Ings fékk þá boltann og gerði vel í að koma sér inn á teig þar sem hann var svo tekinn niður og vítaspyrna dæmd. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Varamaðurinn Rhian Brewster gerði svo að lokum lítið úr möguleikum heimamanna á því að stela stigi úr leiknum þegar hann fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir groddalega tæklingu á Emerson. Vladimir Coufal sá reyndar til þess að jafnt var í liðunum seinustu sekúndur leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot á sjöundu mínútu uppbótartíma, en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir brot Brewster á Emerson. Upp úr aukaspyrnunni komu heimamenn boltanum inn á teig þar sem Alphonse Areola fór í úthlaup, braut á Oliver McBurnie og vítaspyrna dæmd. Areola meiddist í úthlaupinu og Lukasz Fabianski kom inn á til að freista þess að verja spyrnuna á tólftu mínútu uppbótartíma. McBurnie fór sjálfur á puntkinn og tryggði heimamönnum dramatískt stig. MCBURNIEEEEEEE!!!!!! pic.twitter.com/CzbWfRKcmc— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 21, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í ótrúlegum leik. West Ham situr í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 21 leik. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með tíu stig. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sjá meira
Það voru heimamenn í Sheffield United sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestirnir fengu einnig sín færi og Maxwel Cornet kom West Ham yfir með hnitmiðuðu skoti á 28. mínútu leiksins. Ben Brereton Diaz jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið af miklu harðfylgi á 44. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að dró til tíðinda á ný. Danny Ings fékk þá boltann og gerði vel í að koma sér inn á teig þar sem hann var svo tekinn niður og vítaspyrna dæmd. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Varamaðurinn Rhian Brewster gerði svo að lokum lítið úr möguleikum heimamanna á því að stela stigi úr leiknum þegar hann fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir groddalega tæklingu á Emerson. Vladimir Coufal sá reyndar til þess að jafnt var í liðunum seinustu sekúndur leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot á sjöundu mínútu uppbótartíma, en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir brot Brewster á Emerson. Upp úr aukaspyrnunni komu heimamenn boltanum inn á teig þar sem Alphonse Areola fór í úthlaup, braut á Oliver McBurnie og vítaspyrna dæmd. Areola meiddist í úthlaupinu og Lukasz Fabianski kom inn á til að freista þess að verja spyrnuna á tólftu mínútu uppbótartíma. McBurnie fór sjálfur á puntkinn og tryggði heimamönnum dramatískt stig. MCBURNIEEEEEEE!!!!!! pic.twitter.com/CzbWfRKcmc— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 21, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í ótrúlegum leik. West Ham situr í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 21 leik. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með tíu stig.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sjá meira