Innlent

Sprengi­sandur: Fram­tíð Grinda­víkur, ný tækni og verð­bólga

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Í þættinum í dag fær Kristján fyrst til sín hann Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóra útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Spurt er hvað blasir við hjá fyrirtækinu nú þegar óvissa ríkir um framhald byggðar í Grindavík.

Þau Vilhjálmur Árnason - íbúi í Grindavík og alþingismaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ætla að skiptast á skoðunum um hlutverk stjórnvalda þegar aðstoða á Grindvíkinga við að móta sér nýja tilveru til. Einhver önnur mál, vantraust á matvælaráðherra og tjaldbúðir á Austurvelli koma til tals líka.

Hans Guttormur Þormar, verkefnisstjóri djúptæknikjarna hjá Vísindagörðum ætlar að koma og skýra djúptæknina og þær miklu framfarir sem hún á að færa okkur en fyrirtæki og stofnanir hafa mikil áform uppi um uppbyggingu hennar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO mætir líka og skýrir hvernig fyrirtækið ætlar að vinna gegn verðbólgu og óstöðugleika í íslensku efnahagslífi. Athyglisvert frumkvæði af fyrirtækisins hálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×