Snorri: Sáum í fyrsta sinn hvað við stöndum fyrir Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson með bros á vör í viðtali á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson man að sjálfsögðu vel eftir kraftaverkinu á HM 2007, í Þýskalandi, þegar Ísland vann risasigur gegn Frökkum, og vonast sjálfsagt eftir einhverju svipuðu þegar hann stýrir íslenska liðinu gegn Frökkum á EM í dag. „Já, já. Við erum að berjast fyrir einhverju sem er risastórt – að komast á Ólympíuleika. Það eitt og sér gerir leikina sem eftir eru risastóra fyrir okkur. Ég held að það verði ekkert erfitt fyrir menn að gíra sig upp í þetta. Auðvitað er erfitt að kyngja tapinu [gegn Þýskalandi] en mér fannst drengirnir sýna úr hverju þeir eru gerðir [í fyrradag],“ sagði Snorri á hóteli landsliðsins í gær. Leikurinn við Frakka, sem eru eina liðið með fullt hús stiga í milliriðli Íslands, hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. „Það þarf ekkert að fara yfir Frakkana. Teldu bara upp gaurana sem eru í þessu liði og þá sérðu að þetta er heimsklassalið sem getur unnið mótið. Við þurfum að nálgast leikinn eins og gegn Þýskalandi. Halda áfram að bæta okkur og koma með þetta hjarta og þennan vilja. Sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri brattur fyrir leik við ógnarsterka Frakka „Með frábært teymi í kringum mig“ Stórmót í handbolta er mikil törn, sérstaklega fyrir þjálfarann sem getur eflaust alltaf fundið ástæður til að undirbúa betur komandi leik, á kostnað svefntíma: „Mér hefur bara gengið þokkalega með það. Ég er með frábært teymi í kringum mig sem gerir alveg fáránlega mikið fyrir mann, og passar upp á mann. Ég hef alveg náð að hvílast. En ég er ekkert með þrettán tíma á bakinu, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Snorri og tók undir að erfitt hefði verið að kyngja tapinu gegn Frökkum: „Það svíður inn að beini. Engin spurning. Þetta snýst um að vinna leiki og ná í stig, og við náðum því ekki í gær. Frammistaðan var góð. Menn lögðu líf og sál í leikinn, og það er ákveðinn útgangspunktur sem við verðum að hafa. Við sáum fyrst í gær, almennilega, hvað við stöndum fyrir. Auðvitað gerir það mann glaðan. En það breytir ekki staðreyndinni að það var innistæða fyrir meiru í þessum leik.“ Hvað svíður mest? „Það er auðveldast að benda á færanýtinguna og vítin. Þegar þú ert í eins jöfnum leik og hugsast getur, gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli, þá svíður það mikið.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
„Já, já. Við erum að berjast fyrir einhverju sem er risastórt – að komast á Ólympíuleika. Það eitt og sér gerir leikina sem eftir eru risastóra fyrir okkur. Ég held að það verði ekkert erfitt fyrir menn að gíra sig upp í þetta. Auðvitað er erfitt að kyngja tapinu [gegn Þýskalandi] en mér fannst drengirnir sýna úr hverju þeir eru gerðir [í fyrradag],“ sagði Snorri á hóteli landsliðsins í gær. Leikurinn við Frakka, sem eru eina liðið með fullt hús stiga í milliriðli Íslands, hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. „Það þarf ekkert að fara yfir Frakkana. Teldu bara upp gaurana sem eru í þessu liði og þá sérðu að þetta er heimsklassalið sem getur unnið mótið. Við þurfum að nálgast leikinn eins og gegn Þýskalandi. Halda áfram að bæta okkur og koma með þetta hjarta og þennan vilja. Sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri brattur fyrir leik við ógnarsterka Frakka „Með frábært teymi í kringum mig“ Stórmót í handbolta er mikil törn, sérstaklega fyrir þjálfarann sem getur eflaust alltaf fundið ástæður til að undirbúa betur komandi leik, á kostnað svefntíma: „Mér hefur bara gengið þokkalega með það. Ég er með frábært teymi í kringum mig sem gerir alveg fáránlega mikið fyrir mann, og passar upp á mann. Ég hef alveg náð að hvílast. En ég er ekkert með þrettán tíma á bakinu, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Snorri og tók undir að erfitt hefði verið að kyngja tapinu gegn Frökkum: „Það svíður inn að beini. Engin spurning. Þetta snýst um að vinna leiki og ná í stig, og við náðum því ekki í gær. Frammistaðan var góð. Menn lögðu líf og sál í leikinn, og það er ákveðinn útgangspunktur sem við verðum að hafa. Við sáum fyrst í gær, almennilega, hvað við stöndum fyrir. Auðvitað gerir það mann glaðan. En það breytir ekki staðreyndinni að það var innistæða fyrir meiru í þessum leik.“ Hvað svíður mest? „Það er auðveldast að benda á færanýtinguna og vítin. Þegar þú ert í eins jöfnum leik og hugsast getur, gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli, þá svíður það mikið.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01
Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31