„Alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir lætur af störfum sem formaður KSÍ eftir mánuð. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kveðst ánægð með að Åge Hareide verði áfram landsliðsþjálfari karla. Hún segir að uppsagnar- og framlengingarákvæði hafi verið sett í samning Hareides sem eftirmaður hennar í starfi geti nýtt sér. Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson. KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira