Rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2024 11:57 Minnisvarði í Súðavík um þau fjórtán sem létust í snjóflóðinu árið 1995. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent beiðni um skipan rannsóknarnefndar um Snjóflóðin til forseta Alþingis. vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent þingforseta beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík. Algjör samstaða ríkti um málið þvert á flokka innan nefndarinnar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða í gær beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóðflóðið og hefur nú sent tillögu til forseta Alþingis um skipan nefndarinnar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nefndarformanns. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd barst bréf frá forsætisráðherra síðastliðið sumar með erindi frá aðstandendum og eftirlifendum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Sá hópur hefur lengi reynt að fá svör frá hinu opinbera um ýmislegt sem gerðist í aðdraganda flóðsins og eftir það. Við höfum fjallað um þetta erindi í nefndinni í allan vetur, fengið til okkar gesti og rætt allar hliðar málsins og niðurstaðan var að gera tillögu um að Alþingi stofni sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd,“ segir Þórunn. Heimildin greindi fyrst frá skipan nefndarinnar en fyrrnefnt erindi var sent eftir umfjöllun fjölmiðilsins um snjóflóðin í fyrra. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Afgreiði forseti Alþingis málið frá sér fer það fyrir þingið sem greiðir þá atkvæði um stofnun nefndarinnar. Þórunn ítrekar að nefndin sé sjálfstæð en að það blasi við að hún muni kanna og rýna aðdraganda snjóflóðsins og eftirmála þess. Fjórtán létust í snjóflóðinu og þar af átta börn. Þórunn segir það marka ákveðin tímamót að nefndin hafi náð saman um málið. „Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis eru frá 2011 og hingað til hafa rannsóknarnefndir snúist um eftirmál hrunsins. En það má líka, eins og dæmin sanna frá öðrum löndum, nýta þær til að rannsaka önnur mál sem varða almannahagsmuni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Snjóflóðin í Súðavík Alþingi Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða í gær beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóðflóðið og hefur nú sent tillögu til forseta Alþingis um skipan nefndarinnar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nefndarformanns. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd barst bréf frá forsætisráðherra síðastliðið sumar með erindi frá aðstandendum og eftirlifendum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Sá hópur hefur lengi reynt að fá svör frá hinu opinbera um ýmislegt sem gerðist í aðdraganda flóðsins og eftir það. Við höfum fjallað um þetta erindi í nefndinni í allan vetur, fengið til okkar gesti og rætt allar hliðar málsins og niðurstaðan var að gera tillögu um að Alþingi stofni sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd,“ segir Þórunn. Heimildin greindi fyrst frá skipan nefndarinnar en fyrrnefnt erindi var sent eftir umfjöllun fjölmiðilsins um snjóflóðin í fyrra. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Afgreiði forseti Alþingis málið frá sér fer það fyrir þingið sem greiðir þá atkvæði um stofnun nefndarinnar. Þórunn ítrekar að nefndin sé sjálfstæð en að það blasi við að hún muni kanna og rýna aðdraganda snjóflóðsins og eftirmála þess. Fjórtán létust í snjóflóðinu og þar af átta börn. Þórunn segir það marka ákveðin tímamót að nefndin hafi náð saman um málið. „Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis eru frá 2011 og hingað til hafa rannsóknarnefndir snúist um eftirmál hrunsins. En það má líka, eins og dæmin sanna frá öðrum löndum, nýta þær til að rannsaka önnur mál sem varða almannahagsmuni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Snjóflóðin í Súðavík Alþingi Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira