„Þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 14:31 Aron Pálmarsson þakkar íslensku stuðningsmönnunum í München fyrir stuðninginn. Þeir gerðu sitt besta til að hvetja liðið til dáða. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lætur neikvæðni annarra í garð liðsins eftir tapið slæma gegn Ungverjalandi ekki á sig fá. Leikmenn séu sjálfir mun óvægnari í gagnrýni á eigin frammistöðu en blaðamenn. Íslenska landsliðið býr sig nú undir afar erfiðan leik við Þjóðverja á þeirra heimavelli í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld. Þangað kom íslenski hópurinn rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum hingað til á EM og geta þakkað Svartfellingum fyrir að vera enn með á mótinu. Versta frammistaðan var í fyrrakvöld, gegn Ungverjum. „Þetta var erfitt [í fyrrakvöld] auðvitað. Ég vaknaði pínu pirraður [í gærmorgun], en svo hefur þú ekkert tíma í að fara eitthvað dýpra í það. Þú gerir það bara eftir mót,“ sagði Aron á hóteli landsliðsins í gærkvöld. Klippa: Aron lætur bölsýni annarra ekki trufla sig „Við fórum yfir þetta [tapið gegn Ungverjum] á hótelinu sem lið, og svo aðeins hver í sínu horni, til að kafa og finna lausnir. En svo er enginn tími til að staldra við þetta. Þú mátt hvorki fara of hátt eftir sigurleiki, eða of langt niður þegar þú spilar illa. Núna er bara full einbeiting á Þjóðverja,“ sagði Aron sem hittir sinn gamla læriföður Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í kvöld og reiknar með gríðarlegri stemningu í höllinni. Aðspurður hvort Aron hafi orðið var við þá miklu svartsýni sem var á samfélagsmiðlum eftir síðasta leik, og hvort leikmenn nái að leiða hana hjá sér, svaraði fyrirliðinn margreyndi: „Ég vona það. Ég er ekki mikið á þessu en auðvitað sér maður fréttir, eðlilega, og það er ekkert sem að kemur manni á óvart þar. Ef að þið haldið að þið blaðamenn séuð neikvæðir þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi eftir svona leik. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að slá okkur eitthvað út af laginu.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Íslenska landsliðið býr sig nú undir afar erfiðan leik við Þjóðverja á þeirra heimavelli í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld. Þangað kom íslenski hópurinn rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum hingað til á EM og geta þakkað Svartfellingum fyrir að vera enn með á mótinu. Versta frammistaðan var í fyrrakvöld, gegn Ungverjum. „Þetta var erfitt [í fyrrakvöld] auðvitað. Ég vaknaði pínu pirraður [í gærmorgun], en svo hefur þú ekkert tíma í að fara eitthvað dýpra í það. Þú gerir það bara eftir mót,“ sagði Aron á hóteli landsliðsins í gærkvöld. Klippa: Aron lætur bölsýni annarra ekki trufla sig „Við fórum yfir þetta [tapið gegn Ungverjum] á hótelinu sem lið, og svo aðeins hver í sínu horni, til að kafa og finna lausnir. En svo er enginn tími til að staldra við þetta. Þú mátt hvorki fara of hátt eftir sigurleiki, eða of langt niður þegar þú spilar illa. Núna er bara full einbeiting á Þjóðverja,“ sagði Aron sem hittir sinn gamla læriföður Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í kvöld og reiknar með gríðarlegri stemningu í höllinni. Aðspurður hvort Aron hafi orðið var við þá miklu svartsýni sem var á samfélagsmiðlum eftir síðasta leik, og hvort leikmenn nái að leiða hana hjá sér, svaraði fyrirliðinn margreyndi: „Ég vona það. Ég er ekki mikið á þessu en auðvitað sér maður fréttir, eðlilega, og það er ekkert sem að kemur manni á óvart þar. Ef að þið haldið að þið blaðamenn séuð neikvæðir þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi eftir svona leik. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að slá okkur eitthvað út af laginu.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31
„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00