„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 09:57 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir samfélagið skulda Grindvíkingum að rétta fram hjálparhönd. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. „Grindavík er eitthvað glæsilegasta sveitarfélag á landinu. Þetta er sterkt sveitarfélag félagslega og efnahagslega. Þarna eru búin til alveg gríðarleg verðmæti í gegnum árin og áratugina. Við höfum öll fengið að njóta þess beint eða óbeint. Nú stöndum við líklegast frammi fyrir stærstu áskorun sem hefur verið lögð fyrir íslenska þjóð,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni. Fjárhagslegir og andlegir fjötrar Hann segir að sjálfsögðu vonir uppi um að Grindavík verði byggð aftur upp í náinni framtíð en ljóst sé að það gerist ekki á næstu árum. „Við getum ekki skilið þetta fólk eftir þannig að því séu allar bjargir bannaðar og það sé upp á aðra komið. Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Ég sé ekki aðra leið en að við sameiginlega, ríkið, bjóðist til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Inni í því eru eignir sem Náttúruhamfaratrygging dæmir ónýtt og bætir það tjón,“ segir Óli Björn. Verkefnið sé sameiginlegt og tryggi Grindvíkingum tækifæri til að taka ákvörðun um eigin framtíð. „Koma sér fyrir á eigin forsendum, byggja heimili sitt á ný og vera ekki undir það komnir hvar tekst að finna einhverjar leiguíbúðir hjá hinu opinbera. Gefið fólkinu færi á að ná stjórn á sínu lífi og veita þeim þetta svigrúm. Þetta er fjárhagslegt svigrúm sem þau þurfa á að halda,“ segir Óli Björn. „Eignir þeirra, ævistarfið í flestum tilfellum, er orðið verðlaust, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf að leysa þau úr þessum fjárhagslegu fjötrum, það viljum við gera og jafnframt eru þetta andlegir fjötrar líka.“ Mjög bjartsýnn á að ríkið kaupi Grindvíkinga út Hann segir það versta sem hægt sé að gera fólki vera að lifa í nagandi óvissu. „Við skuldum Grindvíkingu þetta alveg eins og við skuldum hvoru öðru það að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátar. Það er samfélagið sem ég vil búa í og ég hygg að það sé samfélag sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að við búum í.“ Hann segir hárrétt að þetta verði áfall fyrir íslenska ríkið, ríkissjóð og skattgreiðendur en stóra áfallið sé að þetta öfluga samfélag sé lamað til lengri tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það [að þessi leið verði farin]. Nú verður maður auðvitað að tala varlega og vera ekki að byggja upp of miklar væntingar. Þau úrræði, sem gripið verður til, þau geta ekki orðið með öðrum hætti en í náinni samvinnu og samráði við Grindvíkinga sjálfa.“ Grindavík Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Grindavík er eitthvað glæsilegasta sveitarfélag á landinu. Þetta er sterkt sveitarfélag félagslega og efnahagslega. Þarna eru búin til alveg gríðarleg verðmæti í gegnum árin og áratugina. Við höfum öll fengið að njóta þess beint eða óbeint. Nú stöndum við líklegast frammi fyrir stærstu áskorun sem hefur verið lögð fyrir íslenska þjóð,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni. Fjárhagslegir og andlegir fjötrar Hann segir að sjálfsögðu vonir uppi um að Grindavík verði byggð aftur upp í náinni framtíð en ljóst sé að það gerist ekki á næstu árum. „Við getum ekki skilið þetta fólk eftir þannig að því séu allar bjargir bannaðar og það sé upp á aðra komið. Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Ég sé ekki aðra leið en að við sameiginlega, ríkið, bjóðist til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Inni í því eru eignir sem Náttúruhamfaratrygging dæmir ónýtt og bætir það tjón,“ segir Óli Björn. Verkefnið sé sameiginlegt og tryggi Grindvíkingum tækifæri til að taka ákvörðun um eigin framtíð. „Koma sér fyrir á eigin forsendum, byggja heimili sitt á ný og vera ekki undir það komnir hvar tekst að finna einhverjar leiguíbúðir hjá hinu opinbera. Gefið fólkinu færi á að ná stjórn á sínu lífi og veita þeim þetta svigrúm. Þetta er fjárhagslegt svigrúm sem þau þurfa á að halda,“ segir Óli Björn. „Eignir þeirra, ævistarfið í flestum tilfellum, er orðið verðlaust, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf að leysa þau úr þessum fjárhagslegu fjötrum, það viljum við gera og jafnframt eru þetta andlegir fjötrar líka.“ Mjög bjartsýnn á að ríkið kaupi Grindvíkinga út Hann segir það versta sem hægt sé að gera fólki vera að lifa í nagandi óvissu. „Við skuldum Grindvíkingu þetta alveg eins og við skuldum hvoru öðru það að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátar. Það er samfélagið sem ég vil búa í og ég hygg að það sé samfélag sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að við búum í.“ Hann segir hárrétt að þetta verði áfall fyrir íslenska ríkið, ríkissjóð og skattgreiðendur en stóra áfallið sé að þetta öfluga samfélag sé lamað til lengri tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það [að þessi leið verði farin]. Nú verður maður auðvitað að tala varlega og vera ekki að byggja upp of miklar væntingar. Þau úrræði, sem gripið verður til, þau geta ekki orðið með öðrum hætti en í náinni samvinnu og samráði við Grindvíkinga sjálfa.“
Grindavík Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32
NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16