Fullkomin Flórídaferð hjá karlalandsliðinu í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 06:30 Brynjólfur Andersen Willumsson opnaði markareikning sinn með íslenska karlalandsliðinu. Getty/Peter Zador Ísland vann 2-0 sigur á Hondúras í nótt í seinni vináttulandsleiknum sínum á æfingaferð landsliðsins til Flórída fylkis í Bandaríkjunum. Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Andersen Willumsson skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum og komu þau bæði í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir unnu 1-0 sigur á Gvatemala í fyrri leiknum og þetta var því fullkomin ferð. Tveir sigrar, þrjú mörk og hreint mark. Ekki slæm byrjun á árinu 2024. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu á 48. mínútu og úr henni skoraði Andri Lucas Guðjohnsen sitt sjötta A-landsliðsmark í tuttugu leikjum. Það var síðan Brynjólfur Andersen Willumsson sem skoraði seinna markið af miklu harðfylgi á 58. mínútu, hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið, en Brynjólfur lék einmitt sína fyrstu tvo A-landsleiki í þessu janúarverkefni. Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Íslands í fyrri hálfleik en Patrik Sigurður Gunnarsson í þeim síðari. Hákon Rafn var í markinu í fyrri leiknum. Næsta verkefni karlalandsliðsins er umspilsleikur við Ísrael í mars. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Úkraínu eða Bosníu-Hersegóvínu í úrslita-umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024. A landslið karla vann tveggja marka sigur gegn Hondúras í seinni vináttuleik sínum í janúarverkefninu í Florida og fylgdi þannig eftir eins marks sigri gegn Gvatemala í fyrri leiknum. Þrjú mörk skoruð og ekkert fengið á sig í þessu janúarverkefni. Vel gert, strákar! pic.twitter.com/v28RWsMvOJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 18, 2024 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Andersen Willumsson skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum og komu þau bæði í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir unnu 1-0 sigur á Gvatemala í fyrri leiknum og þetta var því fullkomin ferð. Tveir sigrar, þrjú mörk og hreint mark. Ekki slæm byrjun á árinu 2024. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu á 48. mínútu og úr henni skoraði Andri Lucas Guðjohnsen sitt sjötta A-landsliðsmark í tuttugu leikjum. Það var síðan Brynjólfur Andersen Willumsson sem skoraði seinna markið af miklu harðfylgi á 58. mínútu, hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið, en Brynjólfur lék einmitt sína fyrstu tvo A-landsleiki í þessu janúarverkefni. Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Íslands í fyrri hálfleik en Patrik Sigurður Gunnarsson í þeim síðari. Hákon Rafn var í markinu í fyrri leiknum. Næsta verkefni karlalandsliðsins er umspilsleikur við Ísrael í mars. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Úkraínu eða Bosníu-Hersegóvínu í úrslita-umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024. A landslið karla vann tveggja marka sigur gegn Hondúras í seinni vináttuleik sínum í janúarverkefninu í Florida og fylgdi þannig eftir eins marks sigri gegn Gvatemala í fyrri leiknum. Þrjú mörk skoruð og ekkert fengið á sig í þessu janúarverkefni. Vel gert, strákar! pic.twitter.com/v28RWsMvOJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 18, 2024
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira