Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 08:31 Það var létt yfir Alfreð í Lanxess Arena í gær. vísir/vilhelm Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira