Breyttar fjölskylduaðstæður vógu þyngst Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2024 19:47 Aron Bjarnason er kominn heim og samdi við Breiðablik. Vísir/Sigurjón Aron Bjarnason sneri nýverið heim úr atvinnumennsku og samdi við Breiðablik fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Það var smá bras að losa sig frá liði hans erlendis en hann var ákveðinn í heimför. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef auðvitað verið í félaginu áður og það er allt í toppstandi.“ segir Aron um skipti sín til Blika. Mikið var rætt og ritað um heimkomu Arons og hann orðaður við nokkur lið. Mest þó við fyrrum félög sín tvö, Breiðablik og Val. Hann var enn samningsbundinn liði sínu Sirius í Svíþjóð og var félagið ekki reiðubúið að slíta samningi eða láta hann fara frítt. Það flækti málið og hefur hann því þurft að bíða þolinmóður á meðan félögin komust að samkomulagi um kaupverð. „Ég hef verið að vinna í því að fá mig lausan hjá félaginu úti og félögin hérna heima þurfa að greiða eitthvað ákveðið verð. Svo er það bara þeirra að koma saman og ég að ná samkomulagi við félögin hér heima. Þetta er svolítið flókið en hafðist á endanum.“ „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það hvaða félög þetta voru en ég fór almennilega í samningaviðræður við tvö félög. Það voru mörg önnur sem voru að spyrjast fyrir en fór ekkert lengra.“ segir Aron. Aron varð Íslandsmeistari með Val á Covid-tímabilinu 2020.Vísir/Haraldur Sú saga fór hátt að Valsmenn væru tilbúnir að halda blaðamannafund þegar Aroni hafi snúist hugur og samið við Blika. Aron segir það flökkusögu. „Ég held það sé bara ekki rétt. Það var ekki forsenda fyrir því að halda blaðamannafund. Það var ekki komið svo langt, það þarf að vera samþykkt frá félaginu úti og ég að samþykkja frá þeim. Það var ekki komið á það stig,“ segir Aron. Best fjölskyldunnar vegna að koma heim Aron og kærasta hans eiga ungt barn og það hefur blundað í honum um nokkurra mánaða skeið að reyna að komast að hjá liði hér heima. „Um mitt tímabil í fyrra tók ég smá samtal við klúbbinn um þetta. Svo breyttust fjölskylduaðstæður í september og okkur langaði að koma heim. Ég væri þá hérna í toppliði, við með fjölskyldu og vinum og við teljum það mjög mikils virði.“ Góð frammistaða með Breiðabliki 2019 leiddi til þess að Újpest í Ungverjalandi festi kaup á Aroni.Vísir/Bára „Kærastan mín er nýlega búin að klára læknisfræðinám og er að fara halda áfram í sérnámsgrunni og að vinna hérna heima. Það hentaði okkur langbest að koma heim núna. Ég er 28 ára og hef fullt fram að færa í deildinni. Þetta var frábært fit, í rauninni,“ segir Aron. Fylgst vel með og spenntur að byrja Aron kveðst hafa fylgst vel með Bestu deildinni undanfarin ár en hann lék síðast á láni hjá Val sumarið 2020, og varð Íslandsmeistari. Hann er spenntur að koma aftur inn í deild sem styrkist með hverju árinu. „Þetta er mjög spennandi. Ég er búinn að fylgjast með þessu mjög vel með síðustu ár og hef alltaf gaman af því að horfa á deildina. Ég er mjög spenntur að komast í þessa deild,“ Breiðablik kláraði í desember lengstu leiktíð sem sögur fara af á Íslandi sökum þátttöku liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar hafa orðið þjálfaraskipti þar sem Halldór Árnason tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni fyrr í vetur og því nóg um að vera í Kópavogi. „Þeir eru stórhuga. Það á ekkert að fara að slaka á þar. Ég þekki strákana í liðinu og hef fylgst vel með þeim og hrífst af leikstílnum. Það koma einhverjar breytingar með þjálfaraskiptum en mér líst mjög vel á það sem þeir hafa haft að segja. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Aron. Klippa: Spenntur fyrir komandi tímum í Kópavogi Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef auðvitað verið í félaginu áður og það er allt í toppstandi.“ segir Aron um skipti sín til Blika. Mikið var rætt og ritað um heimkomu Arons og hann orðaður við nokkur lið. Mest þó við fyrrum félög sín tvö, Breiðablik og Val. Hann var enn samningsbundinn liði sínu Sirius í Svíþjóð og var félagið ekki reiðubúið að slíta samningi eða láta hann fara frítt. Það flækti málið og hefur hann því þurft að bíða þolinmóður á meðan félögin komust að samkomulagi um kaupverð. „Ég hef verið að vinna í því að fá mig lausan hjá félaginu úti og félögin hérna heima þurfa að greiða eitthvað ákveðið verð. Svo er það bara þeirra að koma saman og ég að ná samkomulagi við félögin hér heima. Þetta er svolítið flókið en hafðist á endanum.“ „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það hvaða félög þetta voru en ég fór almennilega í samningaviðræður við tvö félög. Það voru mörg önnur sem voru að spyrjast fyrir en fór ekkert lengra.“ segir Aron. Aron varð Íslandsmeistari með Val á Covid-tímabilinu 2020.Vísir/Haraldur Sú saga fór hátt að Valsmenn væru tilbúnir að halda blaðamannafund þegar Aroni hafi snúist hugur og samið við Blika. Aron segir það flökkusögu. „Ég held það sé bara ekki rétt. Það var ekki forsenda fyrir því að halda blaðamannafund. Það var ekki komið svo langt, það þarf að vera samþykkt frá félaginu úti og ég að samþykkja frá þeim. Það var ekki komið á það stig,“ segir Aron. Best fjölskyldunnar vegna að koma heim Aron og kærasta hans eiga ungt barn og það hefur blundað í honum um nokkurra mánaða skeið að reyna að komast að hjá liði hér heima. „Um mitt tímabil í fyrra tók ég smá samtal við klúbbinn um þetta. Svo breyttust fjölskylduaðstæður í september og okkur langaði að koma heim. Ég væri þá hérna í toppliði, við með fjölskyldu og vinum og við teljum það mjög mikils virði.“ Góð frammistaða með Breiðabliki 2019 leiddi til þess að Újpest í Ungverjalandi festi kaup á Aroni.Vísir/Bára „Kærastan mín er nýlega búin að klára læknisfræðinám og er að fara halda áfram í sérnámsgrunni og að vinna hérna heima. Það hentaði okkur langbest að koma heim núna. Ég er 28 ára og hef fullt fram að færa í deildinni. Þetta var frábært fit, í rauninni,“ segir Aron. Fylgst vel með og spenntur að byrja Aron kveðst hafa fylgst vel með Bestu deildinni undanfarin ár en hann lék síðast á láni hjá Val sumarið 2020, og varð Íslandsmeistari. Hann er spenntur að koma aftur inn í deild sem styrkist með hverju árinu. „Þetta er mjög spennandi. Ég er búinn að fylgjast með þessu mjög vel með síðustu ár og hef alltaf gaman af því að horfa á deildina. Ég er mjög spenntur að komast í þessa deild,“ Breiðablik kláraði í desember lengstu leiktíð sem sögur fara af á Íslandi sökum þátttöku liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar hafa orðið þjálfaraskipti þar sem Halldór Árnason tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni fyrr í vetur og því nóg um að vera í Kópavogi. „Þeir eru stórhuga. Það á ekkert að fara að slaka á þar. Ég þekki strákana í liðinu og hef fylgst vel með þeim og hrífst af leikstílnum. Það koma einhverjar breytingar með þjálfaraskiptum en mér líst mjög vel á það sem þeir hafa haft að segja. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Aron. Klippa: Spenntur fyrir komandi tímum í Kópavogi Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Sjá meira