„Núna sýnum við karakterinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 21:41 Björgvin Páll Gústavsson reynir að verja skot frá Ungverjum í kvöld. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. Hvernig leið Björgvini eftir þennan leik í kvöld. „Hræðilega, bæði hvernig þetta endaði og hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. Þegar leið á seinni hálfleikinn var eins og ekkert gengi upp hjá íslenska liðinu. „Það kom upp ákveðið vonleysi og ef ég greini það beint eftir leik þá var eins og viljum þetta aðeins of mikið. Við erum vel peppaðir í leikinn og að berjast fyrir land og þjóð. Við erum að þessu fyrir okkur sjálfa og fyrir liðið. Þegar fór að ganga illa, þá urðum við stífir og niðurlútir yfir því að það væri að ganga illa. Það er hræðilegt. Ekki vantar gæðin við vitum það en það vantar aðeins að við getum sýnt það út í svona leik,“ sagði Björgvin. „Mitt hlutverk í þessu liði er að koma inn á og gera gagn. Mér tókst það ekki í dag og ég er pirraður út í sjálfan mig að gera það ekki. Þetta var að klikka hjá okkur á öllum sviðum leiksins, sóknarlega, varnarlega og í markvörslunni. Það er það sorglega við þetta að það skuli ekkert ganga í svona leik,“ sagði Björgvin. Hvernig takast strákarnir í liðinu á við svona stöðu? Næsti leikur er bara eftir tvo daga. „Við förum með slatta af óbragði í munninum inn í milliriðilinn og hvernig við svörum þessu þurfum við bara að sýna inn á vellinum. Við þurfum að koma með einhver svör og þetta verður erfitt,“ sagði Björgvin. „Núna sýnum við karakterinn. Það er enginn karakter að koma til baka á móti Serbíu þar sem þeir gera einhver mistök. Það er karakter að stíga upp úr svona stöðu og snúa henni sér í hag. Við erum að fara í fjóra erfiða leiki á móti heimsklassa liðum og draumurinn okkar lifir enn þá eins skringilega og það hljómar akkúrat núna sem er að komast á Ólympíuleikana næsta sumar. Við höfum trú á því til síðasta dags,“ sagði Björgvin. Klippa: Viðtal við Björgvin Pál eftir Ungverjaleik EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
Hvernig leið Björgvini eftir þennan leik í kvöld. „Hræðilega, bæði hvernig þetta endaði og hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. Þegar leið á seinni hálfleikinn var eins og ekkert gengi upp hjá íslenska liðinu. „Það kom upp ákveðið vonleysi og ef ég greini það beint eftir leik þá var eins og viljum þetta aðeins of mikið. Við erum vel peppaðir í leikinn og að berjast fyrir land og þjóð. Við erum að þessu fyrir okkur sjálfa og fyrir liðið. Þegar fór að ganga illa, þá urðum við stífir og niðurlútir yfir því að það væri að ganga illa. Það er hræðilegt. Ekki vantar gæðin við vitum það en það vantar aðeins að við getum sýnt það út í svona leik,“ sagði Björgvin. „Mitt hlutverk í þessu liði er að koma inn á og gera gagn. Mér tókst það ekki í dag og ég er pirraður út í sjálfan mig að gera það ekki. Þetta var að klikka hjá okkur á öllum sviðum leiksins, sóknarlega, varnarlega og í markvörslunni. Það er það sorglega við þetta að það skuli ekkert ganga í svona leik,“ sagði Björgvin. Hvernig takast strákarnir í liðinu á við svona stöðu? Næsti leikur er bara eftir tvo daga. „Við förum með slatta af óbragði í munninum inn í milliriðilinn og hvernig við svörum þessu þurfum við bara að sýna inn á vellinum. Við þurfum að koma með einhver svör og þetta verður erfitt,“ sagði Björgvin. „Núna sýnum við karakterinn. Það er enginn karakter að koma til baka á móti Serbíu þar sem þeir gera einhver mistök. Það er karakter að stíga upp úr svona stöðu og snúa henni sér í hag. Við erum að fara í fjóra erfiða leiki á móti heimsklassa liðum og draumurinn okkar lifir enn þá eins skringilega og það hljómar akkúrat núna sem er að komast á Ólympíuleikana næsta sumar. Við höfum trú á því til síðasta dags,“ sagði Björgvin. Klippa: Viðtal við Björgvin Pál eftir Ungverjaleik
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira