Handbolti

Ólympíuhöllin rýmd með hraði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Slökkviliðið mætt á vettvang. Það snéri fljótt aftur á stöðina.
Slökkviliðið mætt á vettvang. Það snéri fljótt aftur á stöðina. vísir/vilhelm

Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja.

Húsið var rýmt í einum grænum og var sérstaklega tekið fram að ekki væri um æfingu að ræða. Ekki var búið að opna höllina fyrir áhorfendum er atvikið átti sér stað og því aðeins starfsmenn hallarinnar og fjölmiðlafólk á svæðinu.

Nokkrum mínútum síðan var slökkviliðið mætt á vettvang. Á svipuðum tíma kom í ljós að ekki var um neyðartilfelli að ræða.

Einhver hafði gleymt mat á pönnu. Reykurinn hefði síðan sett brunavarnarbjöllur í gang og pannan komin í vaskinn. Brennt Bratwürst á pönnunni sem líklega endaði í ruslinu.

Lögreglan passaði upp á að rýmingin gengi vel.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×