Sonurinn með væntingar þjóðarinnar á herðunum Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 10:23 Í kveðjuhófinu. Gaupi, Snorri Steinn og fjölskylda. Nú er runnin upp ögurstund. Leikurinn við Ungverjaland í kvöld og þar ræðst hvernig fer í riðlinum og ef einhver fjölskylda er á tauginni, þá er það hún þessi. vísir/vilhelm Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, mesti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, mætti til Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþáttinn Einmitt og jós af brunnum visku sinnar. Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira