Sonurinn með væntingar þjóðarinnar á herðunum Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 10:23 Í kveðjuhófinu. Gaupi, Snorri Steinn og fjölskylda. Nú er runnin upp ögurstund. Leikurinn við Ungverjaland í kvöld og þar ræðst hvernig fer í riðlinum og ef einhver fjölskylda er á tauginni, þá er það hún þessi. vísir/vilhelm Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, mesti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, mætti til Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþáttinn Einmitt og jós af brunnum visku sinnar. Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira