Nú er nóg komið af ungversku svekkelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 12:30 BJarki Már Elísson svekktur eftir tap á móti Ungverjum á HM í fyrra. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í kvöld í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Þýskalandi. Íslenska liðið er enn taplaust á mótinu og getur með sigri tryggt það að liðið fari með fullt hús í milliriðilinn. Mótherjinn í kvöld, Ungverjaland, hefur unnið báða sína leiki á mótinu og er komið áfram fyrir lokaumferðina. Íslenska liðið gæti verið líka komið áfram ef Serbar ná ekki að vinna Svartfellinga í fyrri leik dagsins. Það breytir ekki því að íslensku strákarnir eru í kvöld að fara að mæta fornum fjendum, liðinu sem hefur eyðilagt allt of marga drauma íslenska landsliðsins undanfarin ár. Við erum í raun komin með nóg af ungversku svekkelsi og það er svo sannarlega kominn tími á að svekkja þá aðeins. Hvað er verið að tala um? Jú, hér fyrir neðan má sjá nokkur af þessum mjög svo svekkjandi úrslitum á móti Ungverjum á stórmótum í handbolta. Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir tapleikinn á móti Ungverjum á Ólympíuleikunum í London 2012.Getty/Jeff Gross/ HM í Austur-Þýskalandi 1958 Ísland vann frábæran sigur á Rúmenum í leiknum á undan en tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, 16-19, í lokaleik liðanna í riðlakeppni. Úrslitin þýddu að Ungverjar komust áfram en Íslendingar sátu eftir. HM í Tékkóslóvakíu 1964 Ísland vann frábæran sigur á Svíum í leiknum á undan og mátti tapa með fimm marka mun á móti Ungverjum í lokaleik riðilsins. Ungverjar unnu hins vegar níu marka sigur, 21-12, og komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Íslendinga. HM í Sviss 1986 Íslenska liðið hafði unnið Tékka og Rúmena í síðustu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni en tapaði með einu marki á móti Ungverjum, 20-21, í fyrsta leik milliriðilsins. Möguleikar íslenska liðsins að spila um verðlaun dofnuðu snögglega við þessi úrslit. HM í Kumamoto 1997 Íslenska liðið tapaði með einu marki á móti Ungverjum í átta liða úrslitum á HM 1997, 25-26, en þetta var eina tap íslenska liðsins á mótinu. Strákarnir enduðu í fimmta sæti eftir sigur á Spáni og Egyptalandi í leikjum um sæti fimm til átta. Ólympíuleikar í London 2012 Íslenska liðið tapaði í tvíframlengdum leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í London, 33-34, eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppninni. Snorri Steinn Guðjónsson gat tryggt íslenska liðinu sigur í venjulegum leiktíma en klúðraði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Íslenska liðið tapaði síðan eftir tvær framlengingar. EM í Svíþjóð 2020 Íslenska liðið vann Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fór stigalaust inn í milliriðil eftir sex marka tap á móti Ungverjum, 18-24, í lokaleiknum sínum. Það grátlega við þau úrslit er að íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 14-10, í upphafi seinni hálfleiksins. HM í Póllandi og Svíþjóð 2023 Það er stutt frá síðasta svekkelsi á móti Ungverjum eða bara eitt ár. Íslenska liðið vann Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fyrra en tapaði með tveggja marka mun, 28-30, á móti Ungverjum í leik tvö eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12. Þegar átján mínútur voru eftir þá voru íslensku strákarnir sex mörkum yfir, 25-19, en þeir töpuðu síðan lokakafla leiksins með átta mörkum, 3-11. Íslenska liðið tók þar með bara tvö stig með sér í milliriðil. Íslenska liðið komst ekki í átta liða úrslitin þar sem að þessi sigur skilaði Ungverjum áfram þegar liðin enduðu með jafnmörg stig í milliriðlinum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Íslenska liðið er enn taplaust á mótinu og getur með sigri tryggt það að liðið fari með fullt hús í milliriðilinn. Mótherjinn í kvöld, Ungverjaland, hefur unnið báða sína leiki á mótinu og er komið áfram fyrir lokaumferðina. Íslenska liðið gæti verið líka komið áfram ef Serbar ná ekki að vinna Svartfellinga í fyrri leik dagsins. Það breytir ekki því að íslensku strákarnir eru í kvöld að fara að mæta fornum fjendum, liðinu sem hefur eyðilagt allt of marga drauma íslenska landsliðsins undanfarin ár. Við erum í raun komin með nóg af ungversku svekkelsi og það er svo sannarlega kominn tími á að svekkja þá aðeins. Hvað er verið að tala um? Jú, hér fyrir neðan má sjá nokkur af þessum mjög svo svekkjandi úrslitum á móti Ungverjum á stórmótum í handbolta. Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir tapleikinn á móti Ungverjum á Ólympíuleikunum í London 2012.Getty/Jeff Gross/ HM í Austur-Þýskalandi 1958 Ísland vann frábæran sigur á Rúmenum í leiknum á undan en tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, 16-19, í lokaleik liðanna í riðlakeppni. Úrslitin þýddu að Ungverjar komust áfram en Íslendingar sátu eftir. HM í Tékkóslóvakíu 1964 Ísland vann frábæran sigur á Svíum í leiknum á undan og mátti tapa með fimm marka mun á móti Ungverjum í lokaleik riðilsins. Ungverjar unnu hins vegar níu marka sigur, 21-12, og komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Íslendinga. HM í Sviss 1986 Íslenska liðið hafði unnið Tékka og Rúmena í síðustu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni en tapaði með einu marki á móti Ungverjum, 20-21, í fyrsta leik milliriðilsins. Möguleikar íslenska liðsins að spila um verðlaun dofnuðu snögglega við þessi úrslit. HM í Kumamoto 1997 Íslenska liðið tapaði með einu marki á móti Ungverjum í átta liða úrslitum á HM 1997, 25-26, en þetta var eina tap íslenska liðsins á mótinu. Strákarnir enduðu í fimmta sæti eftir sigur á Spáni og Egyptalandi í leikjum um sæti fimm til átta. Ólympíuleikar í London 2012 Íslenska liðið tapaði í tvíframlengdum leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í London, 33-34, eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppninni. Snorri Steinn Guðjónsson gat tryggt íslenska liðinu sigur í venjulegum leiktíma en klúðraði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Íslenska liðið tapaði síðan eftir tvær framlengingar. EM í Svíþjóð 2020 Íslenska liðið vann Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fór stigalaust inn í milliriðil eftir sex marka tap á móti Ungverjum, 18-24, í lokaleiknum sínum. Það grátlega við þau úrslit er að íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 14-10, í upphafi seinni hálfleiksins. HM í Póllandi og Svíþjóð 2023 Það er stutt frá síðasta svekkelsi á móti Ungverjum eða bara eitt ár. Íslenska liðið vann Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fyrra en tapaði með tveggja marka mun, 28-30, á móti Ungverjum í leik tvö eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12. Þegar átján mínútur voru eftir þá voru íslensku strákarnir sex mörkum yfir, 25-19, en þeir töpuðu síðan lokakafla leiksins með átta mörkum, 3-11. Íslenska liðið tók þar með bara tvö stig með sér í milliriðil. Íslenska liðið komst ekki í átta liða úrslitin þar sem að þessi sigur skilaði Ungverjum áfram þegar liðin enduðu með jafnmörg stig í milliriðlinum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira