„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 22:01 Janus Daði Smárason liðkaði sig til fyrir æfingu landsliðsins í München í dag, og fór svo á kostum í upphitunarfótbolta áður en dyrunum var lokað fyrir fjölmiðlum. VÍSIR/VILHELM „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira