„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson er enn ósigraður sem landsliðsþjálfari Íslands. vísir/vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. Ísland vann Svartfjallaland með minnsta mun, 30-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í gær. Íslendingar eru með þrjú stig í C-riðli og mæta Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld. Ísland þarf að vinna leikinn til að fara með tvö stig inn í milliriðla. Rúnar fylgdist vel með leiknum gegn Svartfjallalandi í gær og gaf strákunum í hlaðvarpinu Besta sætið skýrslu um hann. „Ég sá æsispennandi leik. Það er fyrir öllu að við unnum leik. Það er það sem maður tekur út úr þessu. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað er hægt að spekúlera um. En ég held að allir hafi vonast eftir og reiknað með betri leik en við sýndum,“ sagði Rúnar. Að hans mati vantar ýmislegt upp á í íslensku sókninni. „Mér finnst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður. Hann er of staður. Ég held að það sé deginum ljósara að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sé ekki búinn að ná fyrri styrk. Það er alveg á hreinu. Menn sjá það og bíða flatari á hann. Hann er ekkert að fara að skjóta fyrir utan sex metrana og þetta verður erfiðara gegn betri andstæðingum því Svartfjallaland spilaði alls ekki góða vörn. Þetta var eiginlega veisla en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Rúnar hefur ekki séð mikla breytingu á leik íslenska liðsins frá síðustu mótum. „Það er ekki enn allt að smella hjá okkur, því miður. Þetta er sami grauturinn í annarri skál. Þetta er bara framhald frá síðustu mótum. Við verðum að fara að skipta um gír,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir misjafna spilamennsku það sem af er móti býst Rúnar við því að íslenska liðið fari áfram í milliriðla. „Ég held að við förum áfram. Það kemur bara næsti leikur og það er alveg hægt að byrja upp á nýtt. Ég held að við séum ekki að spila mikið verr en þetta. Kannski jafn illa en ekki verr,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Ísland vann Svartfjallaland með minnsta mun, 30-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í gær. Íslendingar eru með þrjú stig í C-riðli og mæta Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld. Ísland þarf að vinna leikinn til að fara með tvö stig inn í milliriðla. Rúnar fylgdist vel með leiknum gegn Svartfjallalandi í gær og gaf strákunum í hlaðvarpinu Besta sætið skýrslu um hann. „Ég sá æsispennandi leik. Það er fyrir öllu að við unnum leik. Það er það sem maður tekur út úr þessu. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað er hægt að spekúlera um. En ég held að allir hafi vonast eftir og reiknað með betri leik en við sýndum,“ sagði Rúnar. Að hans mati vantar ýmislegt upp á í íslensku sókninni. „Mér finnst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður. Hann er of staður. Ég held að það sé deginum ljósara að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sé ekki búinn að ná fyrri styrk. Það er alveg á hreinu. Menn sjá það og bíða flatari á hann. Hann er ekkert að fara að skjóta fyrir utan sex metrana og þetta verður erfiðara gegn betri andstæðingum því Svartfjallaland spilaði alls ekki góða vörn. Þetta var eiginlega veisla en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Rúnar hefur ekki séð mikla breytingu á leik íslenska liðsins frá síðustu mótum. „Það er ekki enn allt að smella hjá okkur, því miður. Þetta er sami grauturinn í annarri skál. Þetta er bara framhald frá síðustu mótum. Við verðum að fara að skipta um gír,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir misjafna spilamennsku það sem af er móti býst Rúnar við því að íslenska liðið fari áfram í milliriðla. „Ég held að við förum áfram. Það kemur bara næsti leikur og það er alveg hægt að byrja upp á nýtt. Ég held að við séum ekki að spila mikið verr en þetta. Kannski jafn illa en ekki verr,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01