„Einar er ógeðslega góður í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 13:01 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk úr sjö skotum gegn Serbum og þar á meðal jöfnunarmarkið í lok leiks. VÍSIR/VILHELM „Það er mikið af skyttum þarna og þeir eru stórir og þungir,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins, um Svartfellingana sem Ísland þarf að eiga við á EM í handbolta í dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00