Ísak Snær tryggði íslenskan sigur með sögulegu marki Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 03:24 Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í dag. Knattspyrnusamband Gvatemala Íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Gvatemala en leikur þjóðanna fór fram í Flórída í Bandaríkjunum. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik. Leikur þjóðanna fór fram í Fort Lauderdale í Flórída en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Gvatemala í landsleik. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA en Gvatemala í 108. sæti. Þar sem ekki er um alþjóðlegan landsleikjaglugga að ræða gátu félagslið stoppað leikmenn sína af í þetta verkefni. Í íslenska liðinu eru því aðeins leikmenn sem leika í deildum þar sem ekki er spilað um þessar mundir. Byrjunarlið Íslands sem mætir Gvatemala á miðnætti á DRV Pink Stadium í Miami. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Our starting lineup for the match against Guatemala.#fyririsland pic.twitter.com/NUosZNSk8N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2024 Íslenska liðið var frekar tíðindalítill. Kolbeinn Finnsson átti skot á marki á 8. mínútu en hefði mögulega frekar átt að gefa á Birni Snæ Ingason sem var nokkuð opinn í betri stöðu. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættulegar stöður nægilega oft. Á 38. mínútu fékk Brynjólfur Andersen Willumsson gott færi eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Skot hans var hins vegar misheppnað og auðvelt viðureignar fyrir markvörð Gvatemala. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ísland gerði þrjár breytingar í hálfleik og komu þeir Logi Tómasson, Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson allir inn í liðið. Íslenska liðið hélt áfram að vera með yfirhöndina eftir hlé. Leikmenn Gvatemala stunduðu það óspart að henda sér í jörðina við minnsta tilefni og féll dómari leiksins of oft í þá gildru að flauta aukaspyrnur í kjölfarið og tók oft á tíðum óratíma að hefja leik að nýju. Íslenska liðið var beinskeyttara í sínum aðgerðum og komst Brynjar Ingi Bjarnason nokkuð nálægt því að skora þegar fyrirgjöf hans frá hægri stefndi í nærhornið en markvörður Gvatemala náði að slá boltann frá. Á 64. tókst Eggerti Aroni Guðmundssyni síðan að koma knettinum í netið en búið var að flauta aukaspyrnu á íslenska liðið. Mínútu síðar fékk Gvatemala mjög gott færi. Esteban Garcia skallaði þá framhjá af markteig eftir fyrirgjöf. Færið var gott en skallinn algjörlega misheppnaður. Fyrsta markið reyndist sigurmark Á 79. mínútu kom loks fyrsta markið. Eggert Aron gerði vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland. Markið er fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en hann var að leika sinn fimmta A-landsleik. LIð Gvatemala kom framar á völlinn eftir markið og skapaði hættu í nokkur skipti eftir hornspyrnur. Fyrst reyndi á Hákon Rafn í markinu á 86. mínútu þegar hann þurfti að bregðast við í tvígang þegar bolti féll fyrir fætur leikmanns Gvatemala. Brynjar Ingi Bjarnason gerði sömuleiðis vel þegar hann komst fyrir skot Elmer Cardoza í teignum. Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik í nótt.Knattspyrnusamband Gvatemala Mark Ísaks reyndist hins vegar eina mark leiksins þrátt fyrir ótrúlegar senur á lokasekúndum leiksins þegar Gvatemala komst í þrígang afar nálægt því að skora eftir enn eina hornspyrnuna. Lokatölur 1-0 Íslandi í vil sem þar með fagnar sigri í fyrsta leik ársins. Ísland sýndi heilt yfir ágæta frammistöðu. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru traustir og Eggert Aron Guðmundsson líflegur og vinnusamur í sínum fyrsta landsleik. Hákon Rafn gerði vel þegar hann þurfti að grípa inn í Stefán Teitur Þórðarson var duglegur á miðjunni. Ísland mætir Hondúras næst aðfaranótt fimmtudags og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Leikur þjóðanna fór fram í Fort Lauderdale í Flórída en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Gvatemala í landsleik. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA en Gvatemala í 108. sæti. Þar sem ekki er um alþjóðlegan landsleikjaglugga að ræða gátu félagslið stoppað leikmenn sína af í þetta verkefni. Í íslenska liðinu eru því aðeins leikmenn sem leika í deildum þar sem ekki er spilað um þessar mundir. Byrjunarlið Íslands sem mætir Gvatemala á miðnætti á DRV Pink Stadium í Miami. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Our starting lineup for the match against Guatemala.#fyririsland pic.twitter.com/NUosZNSk8N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2024 Íslenska liðið var frekar tíðindalítill. Kolbeinn Finnsson átti skot á marki á 8. mínútu en hefði mögulega frekar átt að gefa á Birni Snæ Ingason sem var nokkuð opinn í betri stöðu. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættulegar stöður nægilega oft. Á 38. mínútu fékk Brynjólfur Andersen Willumsson gott færi eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Skot hans var hins vegar misheppnað og auðvelt viðureignar fyrir markvörð Gvatemala. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ísland gerði þrjár breytingar í hálfleik og komu þeir Logi Tómasson, Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson allir inn í liðið. Íslenska liðið hélt áfram að vera með yfirhöndina eftir hlé. Leikmenn Gvatemala stunduðu það óspart að henda sér í jörðina við minnsta tilefni og féll dómari leiksins of oft í þá gildru að flauta aukaspyrnur í kjölfarið og tók oft á tíðum óratíma að hefja leik að nýju. Íslenska liðið var beinskeyttara í sínum aðgerðum og komst Brynjar Ingi Bjarnason nokkuð nálægt því að skora þegar fyrirgjöf hans frá hægri stefndi í nærhornið en markvörður Gvatemala náði að slá boltann frá. Á 64. tókst Eggerti Aroni Guðmundssyni síðan að koma knettinum í netið en búið var að flauta aukaspyrnu á íslenska liðið. Mínútu síðar fékk Gvatemala mjög gott færi. Esteban Garcia skallaði þá framhjá af markteig eftir fyrirgjöf. Færið var gott en skallinn algjörlega misheppnaður. Fyrsta markið reyndist sigurmark Á 79. mínútu kom loks fyrsta markið. Eggert Aron gerði vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland. Markið er fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en hann var að leika sinn fimmta A-landsleik. LIð Gvatemala kom framar á völlinn eftir markið og skapaði hættu í nokkur skipti eftir hornspyrnur. Fyrst reyndi á Hákon Rafn í markinu á 86. mínútu þegar hann þurfti að bregðast við í tvígang þegar bolti féll fyrir fætur leikmanns Gvatemala. Brynjar Ingi Bjarnason gerði sömuleiðis vel þegar hann komst fyrir skot Elmer Cardoza í teignum. Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik í nótt.Knattspyrnusamband Gvatemala Mark Ísaks reyndist hins vegar eina mark leiksins þrátt fyrir ótrúlegar senur á lokasekúndum leiksins þegar Gvatemala komst í þrígang afar nálægt því að skora eftir enn eina hornspyrnuna. Lokatölur 1-0 Íslandi í vil sem þar með fagnar sigri í fyrsta leik ársins. Ísland sýndi heilt yfir ágæta frammistöðu. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru traustir og Eggert Aron Guðmundsson líflegur og vinnusamur í sínum fyrsta landsleik. Hákon Rafn gerði vel þegar hann þurfti að grípa inn í Stefán Teitur Þórðarson var duglegur á miðjunni. Ísland mætir Hondúras næst aðfaranótt fimmtudags og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira