„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 08:00 Elliði Snær Viðarsson varð að láta sér nægja að vera uppi í stúku stóran hluta leiksins gegn Serbíu og mætir úthvíldur í leikinn við Svartfellinga. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira