Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íþróttadeild Vísis skrifar 12. janúar 2024 19:50 Bjarki Már Elísson var flottur á móti Serbíu í kvöld og nýtti færin sín vel. Vísir/Vilhlem Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. Það leit allt út fyrir grátlegt tap í þessum leik eftir að íslenska liðið var á eftir allan seinni hálfleikinn en strákarnir gáfust ekki upp og tókst að vinna upp þriggja marka mun á síðustu hundrað sekúndum leiksins. Bestu menn íslenska liðsins voru hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Guðjónsson en eins átti Viggó Kristjánsson mjög flotta innkomu í seinni hálfleik þegar það var löngu orðið ljóst að þetta væri ekki dagur Ómars Inga Magnússonar. Aron Pálmarsson tók lítið af skarið en skoraði tvö rosalega mikilvæg mörk á lokamínútum leiksins og vann boltann líka mörgum sinnum af harðfylgni í vörninni. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Serbíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (15 varin skot- 53:17 mín.) Lék eins og besti markvörður heims framan af leik og varði átta af fyrstu tíu skotnum sem á hann komu en svo kólnaði hann snögglega. Kom sterkur inn undir lokin og varði tvo mikilvæga bolta á lokasekúndum leiksins. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (7/1 mörk - 58:50 mín.) Spilaði mjög vel í vinstra horninu, nýtti færin sín vel og var markahæsti leikmaður íslenska liðsins. Klikkaði reyndar á einu vítakasti. Leit nokkrum sinnum ekki vel út í vörninni en sjálfstraust hans í færunum var liðinu gulls ígildi. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 37:19 mín.) Var lengstum fjarverandi í sóknarleiknum þegar liðið þurfti á miklu meira frá honum en var aftur á móti að vinna góða bolta í vörninni. Snorri hvíldi hann stóran hluta seinni hálfleiks og sendi hann síðan inn á aftur í lokin. Það skilaði sér því Aron tók þá af skarið og skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í blálokin. Þessi mörk voru svakalega dýrmæt. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 18:45 mín.) Það gekk ekki mikið upp hjá Gísla í leiknum og Serbarnir fengu líka að taka hart á honum. Hætti hins vegar aldrei að reyna og náði nokkrum sinnum að koma hlutunum á hreyfingu í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var hann samt langt frá sínu besta. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 1 (2/1 mörk - 35:15 mín.) Átti skelfilegan dag og lék einn sinn versta landsleik. Virkaði ragur og lítið kom út úr hans leik. Klikkaði líka á tveimur vítaköstum sem var dýrt. Hann getur miklu miklu betur og mun örugglega gera það í næstu leikjum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 5 (6 mörk - 59:47 mín.) Spilaði mjög vel allan leikinn, nýtti sín færi vel og fann líka félaga sinn í hraðaupphlaupum. Sigvaldi skoraði líka jöfnunarmarkið á lokasekúndunum úr hraðaupphlaupi. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (1 mark - 14:24 mín.) Stutt gaman hjá Eyjamanninum í kvöld. Skoraði reyndar eitt Elliða-mark frá miðju í byrjun leiks en fékk stuttu síðar að sjá réttilega rauða spjaldið. Lítið hægt að mótmæla þeim dómi þótt að Elliði hafi vissulega verið óheppinn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 45:36 mín.) Barðist vel í vörninni og stóð sig best af íslensku varnarmönnunum. Skoraði tvö mörk en spilaði ekki mikið í sókninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (4 mörk - 24:49 mín.) Átti mjög góðan innkomu í seinni hálfleiknum og leysti þá af mjög slakan Ómar Inga Magnússon. Skoraði fjögur góð mörk og fiskaði tvö víti. Sýndi það hversu dýrmætur hann getur verið þessu liði. Björgvin Páll Gústavsson, mark - 1 (0 varin skot- 5:25 mín.) Leysti Viktor Gísla af í stuttan tíma í seinni hálfleiknum en fann sig engan veginn. Snorri var fljótur að skipta honum aftur út þegar öll skot fóru framhjá honum.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 17:42 mín.) Kom inn af áræðni og verður ekki sakaður um að reyna ekki. Það kom samt lítið út úr því sem hann var að reyna alveg eins og hjá mörgum öðrum útileikmönnum íslenska liðsins. Ýmir Örn Gíslason, lína- 3 (3 stopp - 34:30 mín.) Fékk tækifærið til að spila meira eftir að Elliði fékk rautt spjald en fór illa með dauðafæri á línunni og spilaði ekki mikla sókn eftir það. Alltaf mikilvægur í varnarleiknum. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (2 mörk - 13.01 mín.) Hefði mátt spila meira. Skoraði tvö góð mörk af línunni og sýndi að hann getur skilaði á þeim vallarhelmingi líka. Einar Þorsteinn Ólafsson, leikstjórnandi - Spilaði of lítið (1:30 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn en átti samt þátt í dramatíkinni í lokin með lifandi og áköfum varnarleik sem truflaði Serbana mikið. Stiven Tobar Valencia, vinstra horn - spilaði ekkiHaukur Þrastarson, leikstjórnandi - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Íslenska liðið bjargaði stiginu með því að vinna lokasekúndurnar 3-0 en heilt yfir var liðið ekki að spila vel. Þetta var fyrsti leikur Snorra og hann virkaði svolítið yfirspenntur á hliðarlínunni. Hélt Ómari Inga alltof lengi inn á en gerði mjög vel í að spara Aron þar til að reynsla hans nýttist vel á lokasekúndum leiksins. Spennustigið var ekki rétt í þessum leik en þetta var líka fyrsti alvöru leikur liðsins undir hans stjórn. Mætir reynslunni ríkari í næsta leik. Sóknarleikurinn, sem átti að vera aðall liðsins var langt frá sínu besta en verður örugglega skoðaður vel á næstu dögum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Það leit allt út fyrir grátlegt tap í þessum leik eftir að íslenska liðið var á eftir allan seinni hálfleikinn en strákarnir gáfust ekki upp og tókst að vinna upp þriggja marka mun á síðustu hundrað sekúndum leiksins. Bestu menn íslenska liðsins voru hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Guðjónsson en eins átti Viggó Kristjánsson mjög flotta innkomu í seinni hálfleik þegar það var löngu orðið ljóst að þetta væri ekki dagur Ómars Inga Magnússonar. Aron Pálmarsson tók lítið af skarið en skoraði tvö rosalega mikilvæg mörk á lokamínútum leiksins og vann boltann líka mörgum sinnum af harðfylgni í vörninni. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Serbíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (15 varin skot- 53:17 mín.) Lék eins og besti markvörður heims framan af leik og varði átta af fyrstu tíu skotnum sem á hann komu en svo kólnaði hann snögglega. Kom sterkur inn undir lokin og varði tvo mikilvæga bolta á lokasekúndum leiksins. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (7/1 mörk - 58:50 mín.) Spilaði mjög vel í vinstra horninu, nýtti færin sín vel og var markahæsti leikmaður íslenska liðsins. Klikkaði reyndar á einu vítakasti. Leit nokkrum sinnum ekki vel út í vörninni en sjálfstraust hans í færunum var liðinu gulls ígildi. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 37:19 mín.) Var lengstum fjarverandi í sóknarleiknum þegar liðið þurfti á miklu meira frá honum en var aftur á móti að vinna góða bolta í vörninni. Snorri hvíldi hann stóran hluta seinni hálfleiks og sendi hann síðan inn á aftur í lokin. Það skilaði sér því Aron tók þá af skarið og skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í blálokin. Þessi mörk voru svakalega dýrmæt. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 18:45 mín.) Það gekk ekki mikið upp hjá Gísla í leiknum og Serbarnir fengu líka að taka hart á honum. Hætti hins vegar aldrei að reyna og náði nokkrum sinnum að koma hlutunum á hreyfingu í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var hann samt langt frá sínu besta. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 1 (2/1 mörk - 35:15 mín.) Átti skelfilegan dag og lék einn sinn versta landsleik. Virkaði ragur og lítið kom út úr hans leik. Klikkaði líka á tveimur vítaköstum sem var dýrt. Hann getur miklu miklu betur og mun örugglega gera það í næstu leikjum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 5 (6 mörk - 59:47 mín.) Spilaði mjög vel allan leikinn, nýtti sín færi vel og fann líka félaga sinn í hraðaupphlaupum. Sigvaldi skoraði líka jöfnunarmarkið á lokasekúndunum úr hraðaupphlaupi. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (1 mark - 14:24 mín.) Stutt gaman hjá Eyjamanninum í kvöld. Skoraði reyndar eitt Elliða-mark frá miðju í byrjun leiks en fékk stuttu síðar að sjá réttilega rauða spjaldið. Lítið hægt að mótmæla þeim dómi þótt að Elliði hafi vissulega verið óheppinn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 45:36 mín.) Barðist vel í vörninni og stóð sig best af íslensku varnarmönnunum. Skoraði tvö mörk en spilaði ekki mikið í sókninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (4 mörk - 24:49 mín.) Átti mjög góðan innkomu í seinni hálfleiknum og leysti þá af mjög slakan Ómar Inga Magnússon. Skoraði fjögur góð mörk og fiskaði tvö víti. Sýndi það hversu dýrmætur hann getur verið þessu liði. Björgvin Páll Gústavsson, mark - 1 (0 varin skot- 5:25 mín.) Leysti Viktor Gísla af í stuttan tíma í seinni hálfleiknum en fann sig engan veginn. Snorri var fljótur að skipta honum aftur út þegar öll skot fóru framhjá honum.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 17:42 mín.) Kom inn af áræðni og verður ekki sakaður um að reyna ekki. Það kom samt lítið út úr því sem hann var að reyna alveg eins og hjá mörgum öðrum útileikmönnum íslenska liðsins. Ýmir Örn Gíslason, lína- 3 (3 stopp - 34:30 mín.) Fékk tækifærið til að spila meira eftir að Elliði fékk rautt spjald en fór illa með dauðafæri á línunni og spilaði ekki mikla sókn eftir það. Alltaf mikilvægur í varnarleiknum. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (2 mörk - 13.01 mín.) Hefði mátt spila meira. Skoraði tvö góð mörk af línunni og sýndi að hann getur skilaði á þeim vallarhelmingi líka. Einar Þorsteinn Ólafsson, leikstjórnandi - Spilaði of lítið (1:30 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn en átti samt þátt í dramatíkinni í lokin með lifandi og áköfum varnarleik sem truflaði Serbana mikið. Stiven Tobar Valencia, vinstra horn - spilaði ekkiHaukur Þrastarson, leikstjórnandi - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Íslenska liðið bjargaði stiginu með því að vinna lokasekúndurnar 3-0 en heilt yfir var liðið ekki að spila vel. Þetta var fyrsti leikur Snorra og hann virkaði svolítið yfirspenntur á hliðarlínunni. Hélt Ómari Inga alltof lengi inn á en gerði mjög vel í að spara Aron þar til að reynsla hans nýttist vel á lokasekúndum leiksins. Spennustigið var ekki rétt í þessum leik en þetta var líka fyrsti alvöru leikur liðsins undir hans stjórn. Mætir reynslunni ríkari í næsta leik. Sóknarleikurinn, sem átti að vera aðall liðsins var langt frá sínu besta en verður örugglega skoðaður vel á næstu dögum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti