Fyrsti leikur hefst kl. 19:30 þegar Saga mæta toppliði Dusty. Dusty eru jafnir Þór á toppi deildarinnar með 18 stig og þurfa því á sigri að halda í kvöld. Saga nálgast toppinn óðfluga með 12 stig og get blandað sér betur í baráttuna með sigri.
ÍA og FH mætast kl. 20:30. ÍA hefur átt erfitt gengi í deildinni og er í næstneðsta sæti deildarinnar með 8 stig en FH eru í sjötta sæti með 10 stig. ÍA geta því jafnað FH á stigum með sigri í kvöld.
Að lokum mætast Atlantic og Þór í kl. 21:30. Þórsarar eru sem áður með 18 stig, jafnir Dusty og þurfa því sömuleiðis á sigri að halda í kvöld. Atlantic eru í sjöunda sæti með 10 stig.
Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.