Utan vallar: Tími til að láta verkin tala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 12:01 Strákarnir á æfingu í Ólympíuhöllinni í gær. vísir/vilhelm Það er janúar. Handboltamánuðurinn mikli þar sem gjörsamlega allt snýst um strákana okkar. Sama hvernig gengur. Allir elska að tala um liðið og allir hafa skoðanir. Strákarnir okkar sameina þjóðina betur en flest annað. Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira