Myndir: Einar með húfu og Skítamórall á fyrstu æfingu Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 11:30 Einar Þorsteinn Ólafsson varð að gera sér að góðu að vera með húfu í fótboltanum í upphafi æfingar í dag, eftir lökustu frammistöðuna í fótboltaupphituninni á æfingu í gærkvöld. VÍSIR/VILHELM Eftirvæntingin leyndi sér ekki á fyrstu æfingu strákanna okkar í Ólympíuhöllinni í Münhen í morgun, daginn fyrir fyrsta leik á EM í handbolta, en létt var yfir mannskapnum. Strákarnir mættu með hátalara á fullum styrk inn á keppnisgólfið í Ólympíuhöllinni, og tónlistin sem varð fyrir valinu var að stórum hluta úr smiðju Skítamórals og fleiri fornfrægra sveitaballahljómsveita. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson mun vera sá sem hefur yfirráð yfir tónlistinni en þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson fær víst ekkert að skipta sér af og leyfir ákveðinn léttleika, ekki síst þegar langt og strangt mót gæti vonandi verið fram undan. Snorri er líka með þá reglu að í upphitun, þegar samkvæmt gamalli hefð er spilaður léttur fótbolti, þurfi sá sem var lakastur í fótboltanum á síðustu æfingu að vera með húfu á hausnum. Í þetta sinn var það Einar Þorsteinn Ólafsson sem bar húfuna eftir að hafa tapað í spennandi úrslitaeinvígi við Viktor Gísla Hallgrímsson í gærkvöld. Elliði Snær Viðarsson og Elvar Örn Jónsson bregða á leik og horfa upp í rjáfur Ólympíuhallarinnar.VÍSIR/VILHELM Eftir mínúturnar tíu sem opnar voru fjölmiðlum tók hins vegar meiri alvara við. Spennan fer nefnilega stigmagnandi vegna leiksins við Serba sem hefst klukkan 17 á morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 18 í Þýskalandi. Eini leikmaðurinn sem missti af æfingunni í dag er Viktor Gísli sem glímir við minni háttar veikindi. Hann varð eftir á hótelinu til öryggis en fastlega er búist við því að hann verði með á morgun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á hliðarlínunni í byrjun æfingar í dag og smellti af meðfylgjandi myndum. Arnór Atlason hefur ósjaldan spilað fótbolta í upphitun á landsliðsæfingu en er í dag aðstoðarþjálfari.VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson er klár í EM.VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og rúmlega það.VÍSIR/VILHELM Það var stutt í brosið hjá mönnum í upphafi æfingar í dag.VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson nýtti stöngina til að liðka sig til.VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun.VÍSIR/VILHELM Sigvaldi Björn Guðjónsson og Viggó Kristjánsson þurfa að ná vel saman á hægri vængnum.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson með fótbolta í lúkunum að þessu sinni. Stór hluti þess skamma tíma sem opinn er fjölmiðlum, á æfingum handboltalandsliðsins, fer nefnilega í upphitun í fótbolta.VÍSIR/VILHELM Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Viktor Gísli ekki með á æfingu Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur. 11. janúar 2024 09:18 Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. 11. janúar 2024 10:30 Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk? Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti. 11. janúar 2024 09:00 Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“ Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar. 11. janúar 2024 08:31 „Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. 11. janúar 2024 08:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Strákarnir mættu með hátalara á fullum styrk inn á keppnisgólfið í Ólympíuhöllinni, og tónlistin sem varð fyrir valinu var að stórum hluta úr smiðju Skítamórals og fleiri fornfrægra sveitaballahljómsveita. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson mun vera sá sem hefur yfirráð yfir tónlistinni en þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson fær víst ekkert að skipta sér af og leyfir ákveðinn léttleika, ekki síst þegar langt og strangt mót gæti vonandi verið fram undan. Snorri er líka með þá reglu að í upphitun, þegar samkvæmt gamalli hefð er spilaður léttur fótbolti, þurfi sá sem var lakastur í fótboltanum á síðustu æfingu að vera með húfu á hausnum. Í þetta sinn var það Einar Þorsteinn Ólafsson sem bar húfuna eftir að hafa tapað í spennandi úrslitaeinvígi við Viktor Gísla Hallgrímsson í gærkvöld. Elliði Snær Viðarsson og Elvar Örn Jónsson bregða á leik og horfa upp í rjáfur Ólympíuhallarinnar.VÍSIR/VILHELM Eftir mínúturnar tíu sem opnar voru fjölmiðlum tók hins vegar meiri alvara við. Spennan fer nefnilega stigmagnandi vegna leiksins við Serba sem hefst klukkan 17 á morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 18 í Þýskalandi. Eini leikmaðurinn sem missti af æfingunni í dag er Viktor Gísli sem glímir við minni háttar veikindi. Hann varð eftir á hótelinu til öryggis en fastlega er búist við því að hann verði með á morgun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á hliðarlínunni í byrjun æfingar í dag og smellti af meðfylgjandi myndum. Arnór Atlason hefur ósjaldan spilað fótbolta í upphitun á landsliðsæfingu en er í dag aðstoðarþjálfari.VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson er klár í EM.VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og rúmlega það.VÍSIR/VILHELM Það var stutt í brosið hjá mönnum í upphafi æfingar í dag.VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson nýtti stöngina til að liðka sig til.VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun.VÍSIR/VILHELM Sigvaldi Björn Guðjónsson og Viggó Kristjánsson þurfa að ná vel saman á hægri vængnum.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson með fótbolta í lúkunum að þessu sinni. Stór hluti þess skamma tíma sem opinn er fjölmiðlum, á æfingum handboltalandsliðsins, fer nefnilega í upphitun í fótbolta.VÍSIR/VILHELM Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Viktor Gísli ekki með á æfingu Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur. 11. janúar 2024 09:18 Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. 11. janúar 2024 10:30 Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk? Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti. 11. janúar 2024 09:00 Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“ Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar. 11. janúar 2024 08:31 „Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. 11. janúar 2024 08:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Viktor Gísli ekki með á æfingu Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur. 11. janúar 2024 09:18
Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. 11. janúar 2024 10:30
Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk? Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti. 11. janúar 2024 09:00
Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“ Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar. 11. janúar 2024 08:31
„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. 11. janúar 2024 08:00